Og alltaf elti skugginn

Sævar Þór Jónsson.
Sævar Þór Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður var gróf­lega mis­notaður kyn­ferðis­lega af þrem­ur ókunn­ug­um ein­stak­ling­um þegar hann var aðeins átta ára. Í stað þess að segja frá þagði hann og gróf at­vikið dýpra og dýpra í sál­ar­líf sitt. Upp­gjörið kom ekki fyrr en um þrjá­tíu árum síðar en þá sá Sæv­ar að hann yrði aldrei heill maður nema hann tæk­ist á við skugga fortíðar sinn­ar. Það sem hjálpaði hon­um mest í þeirri glímu var fyr­ir­gefn­ing­in. Hann hef­ur fyr­ir­gefið níðing­un­um.

Hann er átta ára gam­all, einn að leik í vest­ur­bæn­um í Reykja­vík. Sak­laus, sæll og glaður. Illska heims­ins eins óviðkom­andi hon­um og hún get­ur mögu­lega orðið. Á vegi hans verður ókunn­ug kona sem biður hann vin­gjarn­lega um að koma með sér inn í gam­alt vöru­hús í grennd­inni. Hann hreyf­ir eng­um and­mæl­um enda van­ur því að geta treyst full­orðnu fólki. Inni í vöru­hús­inu bíða hans tveir ókunn­ug­ir karl­menn og fljótt kem­ur í ljós að fólkið hef­ur ekk­ert gott í huga. Í sam­ein­ingu nauðgar það drengn­um, karl­arn­ir tveir og kon­an. Setja hann að því búnu aft­ur út á götu. Barnæsk­unni fá­tæk­ari.

Sæv­ar Þór Jóns­son sagði ekki nokkr­um manni frá þess­ari skelfi­legu lífs­reynslu, ekki einu sinni for­eldr­um sín­um. Byrgði hana þess í stað inni og fór næstu þrjá ára­tugi eða svo gegn­um lífið á hnef­an­um. „Það eru tvær leiðir í þess­ari stöðu; að tak­ast á við málið eða ýta því frá sér. Ég valdi seinni kost­inn. Gróf mig niður. Og barði frá mér. Ég hvorki gat né vildi tak­ast á við þetta,“ seg­ir hann nú, þar sem við sitj­um á skrif­stofu hans í Sunda­görðum, 33 árum síðar.

Við þegj­um um stund. Ég horfi út á sund­in blá og eyj­arn­ar og allt í einu hef­ur þetta stór­kost­lega út­sýni ósjálfrátt látið á sjá. Það fell­ur á feg­urstu hluti þegar sög­ur sem þess­ar eru sagðar.

Veit hver kon­an er

„Ég hef aldrei séð menn­ina aft­ur og hef ekki hug­mynd um hverj­ir þeir eru eða hvað varð um þá,“ held­ur Sæv­ar áfram. „Kon­una hitti ég hins veg­ar skömmu síðar og þá hafði hún aft­ur kyn­ferðis­lega til­b­urði í frammi án þess að ganga eins langt og í fyrra skiptið. Ég veit hver þessi kona er; sá hana síðast bíða eft­ir strætó fyr­ir nokkr­um árum. Þekkti hana und­ir eins. Um mig fór hroll­ur.“

Hratt seig á ógæfu­hliðina hjá Sæv­ari eft­ir ódæðið. „Það sá strax á mér, átta ára göml­um. Ég var á stöðugum hlaup­um und­an þessu áfalli. Þú veist hvernig þetta er í teikni­mynd­un­um; fíg­úr­an hleyp­ur og hleyp­ur og alltaf elt­ir skugg­inn. Þannig leið mér. Ég var erfitt barn og treysti eng­um, hvorki börn­um né full­orðnum. Ég þróaði með mér slæm­ar hugs­an­ir og alls kon­ar kæki, svo sem sjálfsskaða sem fylgdi mér langt fram á full­orðins­ár. Ég hafði ríka þörf fyr­ir að refsa sjálf­um mér – enda fannst mér ég lengi bera ábyrgð á því sem gerðist. Mér skilst að það séu ekki óal­geng viðbrögð fórn­ar­lamba í mál­um sem þess­um. Það er furðuleg til­finn­ing, þessi sekt­ar­kennd þoland­ans. Lúmsk en yfirþyrm­andi og mér gekk illa að átta mig á henni. Til­finn­inga­líf mitt varð mjög flókið. Þótt maður eigi enga sök fer ein­hver mek­an­ismi í gang sem ger­ir það að verk­um að maður hugs­ar þetta í grunn­inn rangt og verður full­ur af skömm og reiði. Þess vegna réðst ég á sjálf­an mig. Það var þrauta­ganga að byggja upp sjálfs­mynd­ina og kom­ast gegn­um lífið.“

Sævar Þór þegar hann var fimm ára gamall.
Sæv­ar Þór þegar hann var fimm ára gam­all. Ljós­mynd/​Aðsend

Skrifaði for­eldr­um sín­um bréf

– Reynd­irðu aldrei að tala um þetta, ekki einu sinni við for­eldra þína?
„Ég reyndi einu sinni að segja mömmu frá þessu. Ég var að fara að sofa og hún fann að eitt­hvað var að og gekk á mig. Ég var að því kom­inn að opna mig fyr­ir henni en guggnaði á því. Það kom á mömmu þegar ég fór að gráta en hún fékk ekk­ert upp úr mér. Raun­ar var það fyrst fyr­ir tveim­ur árum að ég öðlaðist kjark til að segja for­eldr­um mín­um frá þessu; skrifaði þeim bréf, þar sem ég treysti mér ekki til að tala um þetta við þau aug­liti til aug­lit­is. Þau vildu strax vita hverj­ir hefðu verið þarna að verki en ég hef ekki ennþá rætt þann hluta máls­ins við þau.“

Þegar Sæv­ar er mis­notaður, um miðjan ní­unda ára­tug­inn, er umræðan um kyn­ferðis­brot gegn börn­um lít­il sem eng­in í sam­fé­lag­inu. Brot Stein­gríms Njáls­son­ar höfðu að vísu ratað í fjöl­miðla og Sæv­ar minn­ist þess að hafa verið varaður við hon­um. Á heild­ina litið átti umræðan um brot sem þessi þó eft­ir að taka út mik­inn þroska. Þögn­in ríkti.
„Á þess­um tíma áttu börn að vera hrein og snyrti­lega til fara, fá að borða og mæta á rétt­um tíma í skól­ann. Aldrei var rætt um til­finn­ing­ar,“ seg­ir hann.

Eft­ir á að hyggja tel­ur Sæv­ar viðbrögð sín ekk­ert óeðli­leg; barn hafi eng­ar for­send­ur til að skilja hvað átti sér stað í vöru­hús­inu. „Það ger­ist ekki fyrr en maður full­orðnast og þá eru aðstæður breytt­ar.“

Ein­angraði sig meira og meira

Hluti af vand­an­um var skömm­in. Sæv­ar vildi ekki vera kennd­ur við mál af þessu tagi. „Mér leið eins og ég væri skemmd­ur og fólk myndi finna á mér snögg­an blett og jafn­vel ekki treysta mér leng­ur kæm­ist það að þessu. Sér­stak­lega eft­ir að ég byrjaði í lög­mennsk­unni og fólk fór að stóla á mig. Svona voru rang­hug­mynd­irn­ar mikl­ar.“

Margt breytt­ist eft­ir að Sæv­ar var mis­notaður. Á þeim tíma átti hann góða vin­konu en fljót­lega eft­ir þetta var sú vinátta búin. „Sem barn ein­angraði ég mig alltaf meira og meira og gerði mér upp veik­indi til að sleppa við skól­ann. Var svo að segja vina­laus á löng­um köfl­um. Mér leið illa inn­an um fólk og var hrædd­ur við ókunn­uga. Ég var stöðugt á varðbergi.“

Þegar hegðun­ar­vand­inn var mest­ur fór móðir Sæv­ars með hann til barna­lækn­is. „Ætli ég hafi ekki verið tólf eða þrett­án ára. Lækn­ir­inn gekk á mig og spurði meðal ann­ars hvort ein­hver hefði gert mér eitt­hvað og hvers vegna ég væri að skaða mig. Ég skildi ekki hvað hann var að fara. Lækn­ir­inn gaf mér ein­hverj­ar töfl­ur en að öðru leyti var þessu ekki fylgt eft­ir. Og áfram hélt ég á hnef­an­um. Ég hafði þróað með mér mikla vörn og eft­ir á að hyggja var ég ótrú­lega sterk­ur miðað við ald­ur.“

Ryðgaður bíll í garðinum

Einn vin átti Sæv­ar á þess­um árum sem hann treysti upp að vissu marki, þó ekki fyr­ir leynd­ar­mál­inu mikla. „Það bjargaði mér á marg­an hátt að geta talað við hann. Við vor­um eins og bræður og ég var log­andi hrædd­ur við að missa hann. Hald­reipi mitt í líf­inu. Seinna flutti hann úr hverf­inu og við misst­um þráðinn en höf­um náð sam­an aft­ur síðan. Ég er þess­um æsku­vini mín­um afar þakk­lát­ur.“

Á unglings­ár­um tók við mik­il áfeng­isdrykkja og and­leg­ir erfiðleik­ar. „Þegar maður full­orðnast mynd­ast skel eða hjúp­ur utan um áfall eins og það sem ég varð fyr­ir. Við get­um líkt þessu við að vera með gaml­an ryðgaðan bíl í garðinum sem eng­inn hef­ur rænu á að draga í burtu.“

Lengi vel gekk Sæv­ari illa í skóla enda átti hann erfitt með að ein­beita sér. „Metnaður­inn hélt mér samt gang­andi. Ég var staðráðinn í að standa mig og sýna heim­in­um að ég myndi ekki bug­ast. Ég læt ekki halda mér niðri, var ég van­ur að segja við sjálf­an mig. Síðan hef ég alltaf verið svo lán­sam­ur að hafa kynnst góðu fólki sem hef­ur verið mér inn­an hand­ar á lífs­braut­inni.“

Inn í þraut­ir Sæv­ars á þess­um árum fléttuðust efa­semd­ir um kyn­hneigðina. „Ég var mjög ósátt­ur við mín­ar kennd­ir og vildi ekki viður­kenna fyr­ir sjálf­um mér, hvað þá öðrum, að ég væri sam­kyn­hneigður. Marg­ar spurn­ing­ar vöknuðu og til að byrja með gat ég ekki úti­lokað þann mögu­leika að mis­notk­un­in sem ég sætti í æsku hefði gert mig sam­kyn­hneigðan. Fá­rán­leg pæl­ing en eft­ir öðru á þess­um tíma. Það var þung­ur kross að bera. HIV-umræðan var líka í al­gleym­ingi og maður var smeyk­ur við smit.“

Faldi sam­kyn­hneigðina

Sæv­ar var nítj­án ára þegar hann kom út úr skápn­um gagn­vart for­eldr­um sín­um og fjöl­skyldu og var strax vel tekið. „Mamma og pabbi áttu sam­kyn­hneigðan vin og voru al­veg for­dóma­laus. Eins systkini mín tvö sem eru sjö og níu árum eldri en ég. Samt vildi ég ekki tala um þetta og faldi lengi vel að ég væri í sam­bandi með öðrum karl­manni. Mér var reglu­lega boðið hingað og þangað en mætti alltaf án maka. Vanda­málið var með öðrum orðum ég en ekki sam­fé­lagið í kring­um mig. Þetta varð víta­hring­ur. Á þess­um tíma var ég ekki bara að rogast með djöfla fortíðar­inn­ar, held­ur líka kyn­hneigðina og sjálfs­mynd­ina.“

Hann rifjar upp sögu í þessu sam­bandi. „Ég hafði farið í sum­ar­bú­stað ásamt kær­asta mín­um og vinnu­fé­lagi kom óvænt í heim­sókn ásamt eig­in­konu sinni. Úr varð að þau borðuðu með okk­ur og er leið á kvöldið spurði kona vinnu­fé­laga míns hvort við vær­um sam­an, ég og þessi maður. Mér fannst spurn­ing­in gríðarlega óþægi­leg enda hafði ég falið þetta svo vel að ég hafði aldrei lent í þess­ari aðstöðu áður. Það var mjög erfitt að segja sann­leik­ann og viður­kenna þetta en ég gerði það eigi að síður. Og það var ákveðinn létt­ir. Þegar ég hugsa um þetta í dag er það auðvitað mein­fyndið en svona var staðan – eng­inn mátti vita að ég væri sam­kyn­hneigður.“

Missti góðan vin

Á unglings­ár­un­um eignaðist Sæv­ar góðan vin í sum­ar­vinnu hjá Granda. „Þetta var skemmti­leg­ur og frísk­ur strák­ur og við náðum góðri teng­ingu. Djömmuðum mikið sam­an og það var gott að tala við hann. Hann var gagn­kyn­hneigður sjálf­ur en ég trúði hon­um fyr­ir því að ég væri sam­kyn­hneigður. Við gát­um rætt um allt milli him­ins og jarðar; urðum sálu­fé­lag­ar um stund. Það var því mikið áfall þegar ég fékk sím­hring­ingu einn morg­un­inn og mér til­kynnt að hann hefði svipt sig lífi. Mögu­lega sá maður sem ég þekkti sem var ólík­leg­ast­ur til að fremja slík­an verknað. Svona get­ur lífið komið manni í opna skjöldu.“

Sæv­ar lauk stúd­ents­prófi frá Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1999 og hóf í fram­hald­inu nám í hag­fræði við Há­skóla Íslands, fyr­ir hvatn­ingu vin­ar sem hann hafði eign­ast á þeim tíma. „Vin­ur minn sá að ég hafði hæfi­leika á því sviði og dró mig í námið. Hann sá líka að ekki var allt með felldu hjá mér og langaði að ræða það við mig. Þetta ýtti við mér en ég var ein­fald­lega ekki til­bú­inn að lýsa reynslu minni fyr­ir hon­um á þess­um tíma. Ég hefði bet­ur gert það, þá væri ég löngu bú­inn að vinna úr mín­um mál­um. En það er gott að vera vit­ur eft­ir á.“

Hef­ur ríka rétt­lætis­kennd

Hann fann sig ekki sem skyldi í hag­fræðinni og söðlaði því um. Og það var stórt skref fyr­ir hlé­dræg­an og fé­lags­fæl­inn ung­an mann að skrá sig í laga­nám við Há­skól­ann í Reykja­vík. „Ég hef alltaf haft ríka rétt­lætis­kennd og langað að berj­ast fyr­ir aðra. Þess vegna ein­henti ég mér í laga­námið. Ég fann mig strax í nám­inu og gekk vel enda þótt ég væri ekki sterk­ur fé­lags­lega til að byrja með. Það breytt­ist með tím­an­um og ég tók meðal ann­ars þátt í að stofna Fé­lag laga­nema við HR. Í mér býr frum­kvöðull og drift og það hef­ur alltaf verið minn styrk­ur að láta hlut­ina ger­ast. Ég geng í verk­in.“ 

Sæv­ar efld­ist ekki bara fé­lags­lega í laga­nám­inu; hann varð ást­fang­inn af ein­um skóla­fé­laga sín­um, Lár­usi Sig­urði Lárus­syni, og hafa þeir verið par síðan. Giftu sig fyr­ir átta árum.
Sæv­ar lauk BA-prófi í lög­fræði árið 2005 og ML-prófi tveim­ur árum síðar. Lög­manns­rétt­indi hlaut hann árið 2010. Hann hóf störf hjá Skatt­stjór­an­um í Reykja­vík árið 2006 og vann sig upp í deild­ar­stjóra lög­fræði- og úr­sk­urðardeild­ar en því starfi gegndi hann frá 2007 til 2009. Árið 2009 stofnaði hann ásamt fleir­um lög­manns­stof­una Lagarök og frá 2013 hef­ur hann verið einn eig­enda lög­manns­stof­unn­ar Lög­menn Sunda­görðum.

Hentaði vel að vera front­ur

Sæv­ar seg­ir lög­manns­starfið hafa hjálpað sér mikið í líf­inu. „Ég hef alltaf verið metnaðar­gjarn í vinnu. Vil standa mig. Hags­muna­gæsla á vel við mig og ég er svo kapp­sam­ur að ég vil vinna öll mál. Lög­mennsk­an hjálpaði mér líka að gleyma mér yfir vand­ræðum annarra. Meðan ég lagði allt í söl­urn­ar fyr­ir um­bjóðend­ur mína þurfti ég ekki að hugsa um sjálf­an mig. Þeirra hags­mun­ir gengu fyr­ir. Lögmaður er í eðli sínu front­ur fyr­ir annað fólk og það hentaði mér al­veg prýðilega.“

Með lög­manns­starf­inu hef­ur Sæv­ar sett á lagg­irn­ar sprota­fyr­ir­tæki, setið í stjórn­um fyr­ir­tækja og tekið þátt í póli­tísku starfi. „Ég hef gam­an af því að vera í skap­andi um­hverfi,“ seg­ir hann. 

Kyn­hneigðin hélt áfram að þvæl­ast fyr­ir Sæv­ari og hann kostaði kapps um að halda henni leyndri. „Fyr­ir­mynd­ir mín­ar úr lög­fræðinni voru eldri menn, grjót­h­arðir jaxl­ar sem létu sér ekk­ert fyr­ir brjósti brenna. Þannig vildi ég vera sjálf­ur. Kæm­ist fólk að því að ég væri sam­kyn­hneigður myndi það ör­ugg­lega draga þá álykt­un að ég væri ekki nægi­lega harður. Það mátti alls ekki ger­ast og þess vegna var ekk­ert annað að gera í stöðunni en að fela kyn­hneigðina. Það var ekki fyrr en fyr­ir um átta árum að ég sætti mig end­an­lega við kyn­hneigð mína og hætti þess­um leik. Það var mikið gæfu­spor.“

„Maður nær aldrei almennilegu jafnvægi í lífinu hafi maður ekki …
„Maður nær aldrei al­menni­legu jafn­vægi í líf­inu hafi maður ekki gert upp við fortíðina. Maður nær held­ur ekki fram sín­um mark­miðum sem faðir, maki, vin­ur og lögmaður. Nær ekki að vera 100% til staðar,“ seg­ir Sæv­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Vilja ekki all­ir fara í drag

Það get­ur verið þung­ur róður að berj­ast við staðal­mynd­ir, rétt eins og vind­myll­ur, og Sæv­ar bend­ir á, að sam­kyn­hneigðir karl­menn séu eins mis­jafn­ir og þeir eru marg­ir. „Sjálf­ur hef ég aldrei passað al­menni­lega inn í sam­fé­lag sam­kyn­hneigðra, ef svo má að orði kom­ast, vegna þess að ég fell illa að staðal­mynd­inni. Það eru ekki all­ir sam­kyn­hneigðir karl­menn kven­leg­ir. Það vilja held­ur ekki all­ir sam­kyn­hneigðir karl­menn fara í drag. Það er göm­ul klisja og slit­in sem bæði sam­fé­lagið í heild og sam­fé­lag sam­kyn­hneigðra hafa verið dug­leg að viðhalda. Tök­um Pál Óskar sem dæmi. Hann er frá­bær fyr­ir­mynd en það breyt­ir ekki því að það eru ekki all­ir sam­kyn­hneigðir menn eins og hann. Sam­tök­in 78 hafa unnið gríðarlega gott starf í þágu mann­rétt­inda okk­ar sam­kyn­hneigðra en þau hafa alls ekki verið nógu dug­leg að brjóta niður þess­ar staðal­mynd­ir. Og þar eru sam­tök­in á villi­göt­um. Hvað á það til dæm­is að þýða að taka inn hóp fólks með blæti? [BDSM, inn­skot blm.] Hvað koma slík­ar þarf­ir kyn­hneigðinni við? Ég hef ekki legið á þess­ari skoðun minni og hef fyr­ir vikið verið gagn­rýnd­ur harðlega á vett­vangi sam­tak­anna. Hef til dæm­is verið sagður íhald­s­púki í ein­hverju leik­riti sem þyk­ist vera streit.“

– Hef­ur þú fundið fyr­ir for­dóm­um vegna kyn­hneigðar þinn­ar?

„Já, það hef ég gert. Eft­ir að við tók­um dreng­inn okk­ar að okk­ur fór­um við Lár­us einu sinni í blaðaviðtal. Í fram­hald­inu barst okk­ur nafn­laust bréf, þar sem stóð að við vær­um kyn­vill­ing­ar og mynd­um all­ir fara bein­ustu leið til hel­vít­is. Það hef­ur líka verið skotið á mig í lög­mennsk­unni; kyn­hneigð minni blandað inn í mál. Þetta hef­ur ekki gerst oft en þegar það ger­ist verð ég óvægn­ari sjálf­ur. Stíg fast niður á móti og verð grimm­ari en ella. Ég get orðið heift­ug­ur, sem mér þykir alla jafna ekki gott, en stund­um þarf maður að svara fyr­ir sig – full­um hálsi. Sem bet­ur fer eru for­dóm­ar af þessu tagi sjald­gæf­ir. En þeir eru ennþá fyr­ir hendi.“

Lífið er ekki bara vinna

Að því kom að Sæv­ar áttaði sig á því að lífið er ekki bara vinna. „Það er eins og lífs­klukk­an kalli á eitt­hvert jafn­vægi í líf­inu. Ég vann og vann og tók mér aldrei frí. Ég var alltaf til staðar fyr­ir mína um­bjóðend­ur og sá ekk­ert at­huga­vert við það að svara tölvu­póst­um um miðjar næt­ur. Ég var að rústa hjóna­band­inu. Að því kom að ég þurfti að spyrja mig þess­ar­ar áleitnu spurn­ing­ar: Hvað ætl­ar þú að gera við þitt líf? Bara vinna?“

Svo var það gamli ógeðfelldi skugg­inn. Hann var enn í humátt á eft­ir Sæv­ari. Tvennt varð til þess að hann fór að vinna í til­finn­ing­um sín­um. Fortíð sinni.

Ann­ars veg­ar urðu vatna­skil í lífi Sæv­ars og Lárus­ar, eig­in­manns hans, þegar þeim barst sím­tal á síðkvöldi 18. des­em­ber 2013. Þar kom fram að þeim stæði til boða að taka að sér þriggja ára gaml­an dreng. Móðir hans, sem var frá Lit­há­en, hafði svipt sig lífi hér á landi skömmu áður og ekk­ert var vitað um föður­inn. „Okk­ur var boðið að hitta dreng­inn strax morg­un­inn eft­ir á barna­heim­ili í Laug­ar­nes­inu með það fyr­ir aug­um að við tækj­um hann að okk­ur. Við þurft­um því að taka ákvörðun strax og þar sem okk­ur fannst við vera til­bún­ir lét­um við slag standa. Dreng­ur­inn hafði að von­um átt erfitt upp­drátt­ar, var van­rækt­ur og sár­vantaði heim­ili, ást og um­hyggju. Hann bræddi okk­ur strax þar sem hann var bros­mild­ur að leik við starfs­mann barna­heim­il­is­ins. Maður klökknaði.“

Lenti á vegg

Andri Jón Lárus­son Sæv­ars­son hef­ur haft djúp­stæð áhrif á föður sinn en til að byrja með var Sæv­ar alls ekki sann­færður um að hann réði við hlut­verkið – að bera ábyrgð á barni. „Við Lár­us höfðum farið á nám­skeið og töld­um okk­ur vera ágæt­lega und­ir­búna þegar við feng­um dreng­inn. Þegar hann var síðan kom­inn inn á heim­ilið lenti ég hins veg­ar á vegg. Ég kem til með að hafa mót­andi áhrif á þetta barn! hugsaði ég með mér. Í því er fólg­in gríðarleg ábyrgð sem ég vissi ekki hvort ég myndi rísa und­ir. Lár­us var hins veg­ar eins og klett­ur við hliðina á mér og dró mig áfram. Án hans hefði þetta aldrei gengið upp.“

Þetta nýja fjöl­skyldu­mynst­ur knúði á um upp­gjör við fortíðina. „Til að ala son minn upp þarf ég að vera heil­steypt­ur karakt­er. Eigi hann að vera ær­leg­ur og op­inn gagn­vart mér þarf ég að geta verið það á móti. Þess vegna þurfti ég að vinna í mín­um mál­um og tryggja að ég yrði ekki röng fyr­ir­mynd.“

Hin ástæðan fyr­ir því að Sæv­ar fór að vinna í sín­um mál­um var að skjól­stæðing­ur leitaði til hans. Ung­ur maður sem orðið hafði fyr­ir kyn­ferðis­legri mis­notk­un sem barn. „Málið vakti strax áhuga minn, var slá­andi. Ég stóð með drengn­um og und­ir­bjó málið vel enda er ég alltaf 100% á bak við mína skjól­stæðinga.“

Áhrif­in af þeirri vinnu urðu á hinn bóg­inn ekki bara fag­leg, held­ur einnig per­sónu­leg. „Við skýrslu­töku hjá lög­reglu fór hann að lýsa mis­notk­un­inni sem hann sætti og við það vöknuðu hjá mér grótesk­ar minn­ing­ar úr eig­in bernsku. Ég man eft­ir að hafa setið þarna og horft á hann: Rosa­lega er hann dug­leg­ur að stíga svona fram og tala um þetta. Það kom róti á mín­ar eig­in til­finn­ing­ar.“

Ríg­hélt í erm­ina á hon­um

Sjálfs­skoðunin leiddi til þess að Sæv­ar hætti að drekka árið 2017 og seg­ir hann það hafa greitt fyr­ir ferl­inu. Hann fór í viðtalsmeðferð, ekki hefðbundna áfeng­is­meðferð. „Eft­ir á að hyggja var ég mjög illa sett­ur. Var far­inn að drekka ótæpi­lega. Ég áttaði mig bara ekki á því. Vann bara og vann.“

Upp­gjörið hef­ur gjör­breytt lífi Sæv­ars. „Maður nær aldrei al­menni­legu jafn­vægi í líf­inu hafi maður ekki gert upp við fortíðina. Maður nær held­ur ekki fram sín­um mark­miðum sem faðir, maki, vin­ur og lögmaður. Nær ekki að vera 100% til staðar. Gegn­um tíðina var alltaf lít­ill átta ára gam­all log­andi hrædd­ur strák­ur við hlið mér – sem ríg­hélt í erm­ina á mér. Og ég hafði aldrei burði til að taka utan um hann, hugga hann og segja hon­um að ekk­ert væri að ótt­ast. Þess í stað ýtti ég hon­um bara frá mér.“

– Er litli dreng­ur­inn horf­inn í dag?

„Nei, hann mun fylgja mér alla tíð. En í stað þess að hann hangi í mér, þá leiðumst við núna í gegn­um lífið.“

– Hvernig hugs­arðu til fólks­ins sem mis­notaði þig?

„Ég er bú­inn að fyr­ir­gefa því. Í dag er hvorki til hat­ur né beiskja í mér. Og það sem hjálpaði mér mest var að fyr­ir­gefa. Fyr­ir­gefn­ing­in er ekki síður mik­il­vægt atriði á þess­ari veg­ferð en upp­gjörið sjálft. Væri ég ennþá full­ur af reiði væri ég ekki á góðum stað í líf­inu og gæti ör­ugg­lega ekki sinnt mínu starfi og verið góður maki og faðir. Ég var svo lán­sam­ur að hafa ynd­is­leg­ar eldri kon­ur í kring­um mig þegar ég var að vaxa úr grasi og þær kenndu mér að fátt væri eins mik­il­vægt í líf­inu og fyr­ir­gefn­ing­in.“

Trú­in veitti styrk

– Þetta hljóm­ar eins og þú sért trúaður?

„Já, ég er það og hef alltaf verið. Trú­in hef­ur hjálpað mér mikið í þessu upp­gjöri. Hún veit­ir manni styrk.“
Sá styrk­ur kem­ur þó ekki frá ís­lensku þjóðkirkj­unni. „Það er illa komið fyr­ir þjóðkirkj­unni. Því miður. Hún á að vera griðastaður en þess í stað eru þar ei­líf­ar deil­ur. Þegar ég kom út úr skápn­um ræddi ég við prest og án þess að gagn­rýna mig beint lét hann í það skína að þetta skref væri óæski­legt. Ég ræddi líka við lækni og fékk svipuð skila­boð. Hann reyndi að telja mér hug­hvarf; ekki vegna þess að sam­kyn­hneigð væri synd held­ur fyr­ir þær sak­ir að þetta þýddi að ég yrði út­sett­ari fyr­ir sjúk­dóm­um. Það er skond­in afstaða, eft­ir á að hyggja.“

Eitt er að gera upp sín mál í ró og næði, annað að ræða þau á op­in­ber­um vett­vangi eins og Sæv­ar ger­ir hér. „Ég hef velt því vand­lega fyr­ir mér í heilt ár hvort ég ætti að fara í blaðaviðtal út af þessu; hvort saga mín eigi er­indi við þjóðina. Og niðurstaðan er sú að svo sé. Mér finnst ég þurfa að opna mig um þessa reynslu; þetta hef­ur hamlað mér alla tíð og part­ur af upp­gjör­inu er að tala op­in­skátt um þetta. Bæði er í því fólg­in heil­un fyr­ir mig og svo verður það von­andi öðrum, sem standa í sömu spor­um og ég, hvatn­ing til að taka á sín­um mál­um og leggja drauga fortíðar­inn­ar til hvílu.“

Það er ekki bara blaðaviðtal, Sæv­ar er líka að skrifa bók sem bygg­ist á lífs­reynslu hans. „Það er part­ur af upp­gjör­inu. Þetta er skáld­saga sem bygg­ist á þess­ari reynslu. Í raun er ég að segja sögu húss, þar sem íbú­arn­ir hafa orðið fyr­ir mikl­um áföll­um. Ég á og bý í húsi for­eldra minna en auk þess sem kom fyr­ir mig bjó þar á und­an okk­ur fólk sem missti son sinn. Ég hef unnið að þess­ari bók í nokk­ur ár og er langt kom­inn með hana.“

Setj­ast niður á hverj­um degi

Sæv­ar er á góðum stað í líf­inu í dag; hef­ur ekki aðeins gert upp við fortíðina, held­ur jafn­framt fundið jafn­vægi milli fjöl­skyldu­lífs og vinnu. „Mig langaði alltaf að eign­ast fjöl­skyldu og er óend­an­lega þakk­lát­ur fyr­ir að sá draum­ur hafi orðið að veru­leika. Við erum mjög náin lít­il fjöl­skylda og við Lár­us leggj­um mikið upp úr stöðug­leika fyr­ir son okk­ar. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur býr hann að mik­illi lífs­reynslu og þarf á ör­yggi og hlýju að halda. Okk­ur þykir mjög mik­il­vægt að setj­ast niður með hon­um á hverj­um ein­asta degi og gefa hon­um tæki­færi til að ræða við okk­ur á sín­um for­send­um. Andri er al­gjör fót­boltastrák­ur – svell sem ég var ekki sterk­ur á fyr­ir en er all­ur að koma til. Get til dæm­is sagt þér allt um rang­stöðu.“

Hann hlær.

„Við eig­um mjög vel skap sam­an, feðgarn­ir, erum báðir stríðnir og kapp­sam­ir og húm­or­inn ligg­ur á áþekku sviði. Ég er þakk­lát­ur fyr­ir hverja ein­ustu stund með syni mín­um og sam­ver­an með hon­um hef­ur hjálpað mér að tak­ast á við lífið á rétt­um for­send­um,“ held­ur hann áfram. „Og maður verður að nýta hvert augna­blik, tím­inn er svo fljót­ur að líða. Allt í einu er hann að verða níu ára.“

Sæv­ar og Lár­us hafa enn ekki fengið að ætt­leiða Andra Jón en hafa eng­ar áhyggj­ur af fram­vindu þess máls. „Málið hef­ur dreg­ist, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér, og við hefðum getað tekið þann slag en ákváðum að gera það ekki. Aðal­atriðið er það að Andri er mjög ánægður og man ekki annað en að vera hjá okk­ur. Það kem­ur að því að við fáum að ætt­leiða hann með form­leg­um hætti. Við erum í góðu sam­bandi við ætt­ingja hans í Lit­há­en og hann hef­ur fengið að hitta það fólk. Það er svo und­ir hon­um sjálf­um komið með hvaða hætti hann vill rækta þau tengsl í framtíðinni.“ 

Hvað vinn­una varðar kveðst Sæv­ar sinna henni af kost­gæfni áfram en vel­ur þó verk­efn­in meira en hann gerði áður. „Eig­um við ekki að orða þetta svona: Ég er hætt­ur að svara tölvu­póst­um á nótt­unni.“

Sævar Þór ásamt syni sínum, Andra Jóni Lárussyni Sævarssyni.
Sæv­ar Þór ásamt syni sín­um, Andra Jóni Lárus­syni Sæv­ars­syni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Núna á ég tvo pabba

– Velt­ir Andri því eitt­hvað fyr­ir sér hvers vegna hann á tvo pabba?

„Ekki þannig lagað. Hann hef­ur að vísu verið spurður að því í skól­an­um hvar mamma hans sé og svar­ar því til að hún sé dáin. Og núna á ég bara tvo pabba, seg­ir hann og ekki þarf að ræða það frek­ar.“

Sjald­gæft er að sam­kyn­hneigð karl­kyns pör hafi ætt­leitt barn eða komið inn í fóst­ur­kerfið á Íslandi, eins og Sæv­ar og Lár­us. Sjálf­ur er hann svo­lítið undr­andi á þessu. „Ég held að þetta séu inn­an við tíu pör í það heila. Mín kenn­ing er sú að vand­inn liggi meira hjá sam­kyn­hneigðum sjálf­um en sam­fé­lag­inu. Þrátt fyr­ir bréfið leiðin­lega sem ég gat um áðan held ég að for­dóm­ar gagn­vart barna­upp­eldi sam­kyn­hneigðra séu hverf­andi á Íslandi. Sam­kyn­hneigðir sjá þenn­an mögu­leika hins veg­ar ekki alltaf fyr­ir sér sjálf­ir. Ætli það séu ekki bara leif­ar frá þeim tíma þegar það var erfiðara að koma út úr skápn­um. Menn áttu fullt í fangi með sjálfa sig og viðbrögðin í kring­um sig og sáu ekki fyr­ir sér eðli­legt fjöl­skyldu­líf, þar sem barn eða börn kæmu við sögu. Þessi mögu­leiki er þannig lagað nýtil­kom­inn og von­andi kom­um við til með að sjá fleiri og fleiri sam­kyn­hneigð pör taka að sér börn. Það er fullt af börn­um þarna úti sem þurfa að kom­ast inn á gott heim­ili.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert