Verði staðartíma á Íslandi breytt og klukkan færð fram um eina klukkustund, sem nemur hnattstöðu, gæti það haft verulega neikvæð áhrif á flugrekstur á Íslandi.
Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Rekstur félagsins og flug til nær 50 áfangastaða miðist allt við núverandi staðartíma. Félagið eigi frátekna afgreiðslutíma á flugvöllum erlendis og sumstaðar sé engu hægt að breyta, s.s. í London og New York.
Í raun miðist allt í starfseminni við staðartíma sem gildir. Hugmyndum um breytingar verði því mótmælt, að því er fram kemur í viðtali við Boga Níls í Morgunblaðinu í dag.