Flytji störf úr landi

Drög að fjölbýli Bjargs við Móaveg í Grafarvogi. Húsið er …
Drög að fjölbýli Bjargs við Móaveg í Grafarvogi. Húsið er langt komið. Teikning/Bjarg íbúðafélag

Eyj­ólf­ur Eyj­ólfs­son, stjórn­ar­maður í Fé­lagi hús­gagna- og inn­rétt­inga­fram­leiðenda, gagn­rýn­ir verka­lýðshreyf­ing­una fyr­ir að velja er­lend­ar inn­rétt­ing­ar í fé­lags­leg­ar íbúðir.

Með því sé hreyf­ing­in að flytja störf úr landi sam­tím­is því sem farið sé að hægja á inn­lendri fram­leiðslu.

Málið varðar Bjarg – íbúðafé­lag sem var stofnað af ASÍ og BSRB. Bjarg valdi að loknu útboði er­lend­ar inn­rétt­ing­ar. Þá er fé­lagið að láta reisa timb­ur­hús frá Lett­landi á Akra­nesi. Horft er til fleiri staða.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag gagn­rýn­ir Eyj­ólf­ur að Þor­björn Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Samiðnar, skuli sem meðstjórn­andi í Bjargi taka þátt í slík­um viðskipt­um.

„Þor­björn er sem fram­kvæmda­stjóri Samiðnar full­trúi verka­lýðsfé­laga iðnaðarmanna. Sam­tím­is sit­ur hann í stjórn fé­lags sem er að út­vista mik­illi vinnu úr landi. Maður sem er í vinnu fyr­ir iðnaðar­menn á Íslandi er með því að út­vista ómældri vinnu til lág­launa­landa og tel­ur eng­an hags­muna­árekst­ur í því,“ seg­ir Eyj­ólf­ur.

Þrá­inn E. Gísla­son, einn eig­enda Tré­smiðu Þrá­ins á Akra­nesi, tek­ur í sama streng og bend­ir á að verka­lýðshreyf­ing­in segi laun á Íslandi alltof lág en telji þau engu að síður ekki sam­an­b­urðar­hæf.

Þá gagn­rýn­ir hann Drífu Snæ­dal, for­seta ASÍ, fyr­ir að ef­ast um að inn­lend­ir fram­leiðend­ur gætu fram­leitt hús­in á Akra­nesi í tæka tíð.

„Við vor­um hins veg­ar aldrei spurðir hvort við treyst­um okk­ur til þess,“ seg­ir Þrá­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert