Saurgerlar mælast í miklu magni

Laugarvatn er mengað og fólki er ráðlagt að baða sig …
Laugarvatn er mengað og fólki er ráðlagt að baða sig þar ekki. mbl.is/Eggert

Veruleg saurgerlamengun hefur að undanförnu mælst í Laugarvatni og af þeirri ástæðu er fólk hvatt til þess baða sig ekki í vatninu. Slíkt hefur jafnan notið vinsælda, til dæmis hjá gestum á baðstaðnum Fontana.

„Í raun er engin hætta á ferðum en við lítum öll svona mál alvarlegum augum. Því vöruðum við fólk við því að busla í vatninu, sem kannski er ekki mikið um á þessum tíma árs,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í samtali við Morgunblaðið.

Rotþrærnar eru í ólagi

Frárennsli frá byggðinni að Laugarvatni fer í rotþrær sem hafa verið í ólagi að undanförnu. Úrgangsvatn úr þrónum hefur svo seytlað út í vatnið. Í mælingu sem gerð var í síðustu viku reyndust vera um 300 saurkólígerlar í 100 ml. af vatni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert