Vilja að þrýst verði á Pompeo

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Slóvakíu í dag. Hann er …
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Slóvakíu í dag. Hann er búinn að vera á ferð um Evrópu og kemur til Íslands á föstudaginn. AFP

Fimm ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka skora á ís­lensk stjórn­völd að þrýsta á Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, um að beita sér fyr­ir því að mann­rétt­inda­brot gegn börn­um á landa­mær­um þarlend­is verði stöðvuð, en Pom­peo er vænt­an­leg­ur til Íslands næsta föstu­dag og mun funda með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra og Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

„Nauðsyn­legt er að rík­is­stjórn Íslands for­dæmi aðgerðir banda­rískra stjórn­valda en sé ekki aðgerðarlaus áhorf­andi í slík­um al­var­leg­um brot­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu, sem Ung vinstri græn, Ung­ir jafnaðar­menn, Ung­ir Pírat­ar, ung­ir meðlim­ir Sósíaslista­flokks­ins og Upp­reisn, ungliðahreyf­ing Viðreisn­ar, skrifa und­ir.

„Ekk­ert barn á að þurfa að al­ast upp í varðhaldi og engu barni, né fjöl­skyldu þess, skal refsað fyr­ir að leita ör­ygg­is. Það er ekk­ert póli­tískt við það að bjarga lífi barna og það er mik­il­vægt að hafa í huga að fólk sem er á flótta, til að halda lífi, hef­ur rétt á rétt­látri yf­ir­heyrslu, rétt­ar­haldi og mannúðlegri málsmeðferð.

Sam­kvæmt barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna ber ríkj­um að gera það sem barni er fyr­ir bestu þegar kem­ur að ákvörðunum er snerta börn. Stefna Banda­ríkj­anna brýt­ur á ákvæðum sátt­mál­ans og vinn­ur gegn til­gangi hans. Banda­rík­in eru ekki að aðskilja for­eldra og börn með þeirra hags­muni að leiðarljósi held­ur sem fyr­ir­byggj­andi refs­ingu gegn óskráðri komu for­eldra þeirra inn í landið. Stefn­an mun hafa skelfi­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir börn­in og for­eldra þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ingu ung­linga­hreyf­ing­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert