Erlendu húsin betri kostur

Fyrirhugað fjölbýlishús á vegum Bjargs við Urðarbrunn í Úlfarsárdal í …
Fyrirhugað fjölbýlishús á vegum Bjargs við Urðarbrunn í Úlfarsárdal í Reykjavík. Teikning/THG Arkitektar/Birt með leyfi

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir það hafa verið metið hagkvæmast að flytja inn lettnesk einingahús fyrir Bjarg leigufélag. Horft hafi verið til framleiðslugetu innlendra aðila.

Tilefnið er gagnrýni innlendra framleiðenda á að Bjarg, sem var stofnað af ASÍ og BSRB, skuli nota innflutt einingahús á Akranesi og innfluttar innréttingar í íbúðum. Hún bendir á að innlend fyrirtæki sem smíða innréttingar þurfi að kaupa efni sem er að mestu unnið erlendis. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segir löggjafann setja þröngan ramma um byggingarkostnað og húsaleigu.

„Við viljum að sem mest sé framleitt af íslenskum verktökum en þeir verða þá að vera tilbúnir að vera innan rammans sem löggjöfin setur,“ segir Þorbjörn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Það væri „óábyrgt ef fulltrúar stéttarfélaganna treystu sér ekki til að vera í þessu verkefni“.

Þórarinn H. Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir í aðsendri grein að IKEA hafi boðið best þegar Bjarg bauð út innréttingar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/​Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert