Hóta að stefna RÚV

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram.
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Bryn­dís Schram skrifa opið bréf til út­varps­stjóra í Morg­un­blaðinu í dag þar sem þau gefa hon­um, starfs­mönn­um RÚV og viðmæl­end­um viku til að biðjast af­sök­un­ar ann­ars verði þeim stefnt. 

Í bréf­inu segj­ast þau ætla að stefna Magnúsi Geir Þórðar­syni út­varps­stjóra, fyr­ir hönd Rík­is­út­varps­ins, og starfs­mönn­um hans, sem og viðmæl­end­um, fyr­ir rétt, til þess að fá meiðyrði, rang­hermi og til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir, dæmd­ar dauðar og ómerk­ar. Og að Rík­is­út­varp­inu verði skylt að bæta þolend­um þess­ar­ar ófræg­ing­ar­her­ferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyr­ir af völd­um RÚV.

Í bréf­inu saka þau dag­skrár­gerðar­menn RÚV um til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir, rang­ar full­yrðing­ar og ærumeiðandi um­mæli á op­in­ber­um vett­vangi. 

„Spyrja má, hvernig áheyr­end­ur geti myndað sér for­dóma­lausa skoðun á um­fjöll­un­ar­efni, ef frétta­menn bjóða þeim bara upp á ein­hliða frá­sögn ann­ars deiluaðila; velja það eitt til birt­ing­ar úr gögn­um máls, sem hent­ar fyr­ir­fram­gef­inni niður­stöðu; stinga und­ir stól gögn­um, sem sanna, að fréttamaður og/ eða viðmæl­andi fer með rangt mál; eða ef fréttamaður huns­ar vott­fest­an framb­urð vitna?“ seg­ir í bréfi þeirra hjóna sem hægt er að lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

Grein­ina má í heild lesa hér að neðan:

Ágæti út­varps­stjóri.

Við und­ir­rituð vekj­um at­hygli yðar á því, að starfs­menn yðar, dag­skrár­gerðar­menn við Rás 2, þeir Sig­mar Guðmunds­son og Helgi Selj­an, hafa í tvígang að und­an­förnu farið með til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir, rang­ar full­yrðing­ar og ærumeiðandi um­mæli á op­in­ber­um vett­vangi. Fyrst í viðtali á Rás 2 fimmtu­dag­inn 17. janú­ar og aft­ur í sjálfs­varn­aræf­ingu í Morg­un­blaðinu föstu­dag­inn 8. fe­brú­ar sl.

Frétta­menn­irn­ir full­yrða, að þeir séu „ekki ábyrg­ir fyr­ir orðum viðmæl­enda sinna...“ Sé það rétt, þá hlýt­ur að vakna sú spurn­ing, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúður, gróu­sög­ur, per­són­uníð eða aðra ill­mælgi – í út­varpi allra lands­manna? Og fá níðið niður­greitt hjá skatt­greiðend­um. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra út­varps­stjóri, sam­mála þess­ari starfs­lýs­ingu handa frétta­mönn­um Rík­is­út­varps­ins?

Þessa dag­ana er mikið rætt um, að stofn­an­ir og fyr­ir­tæki ættu að setja sér siðaregl­ur. Blaðamanna­fé­lag Íslands hef­ur sett sér slík­ar regl­ur. Rík­is­út­varpið, sem þér stýrið, hef­ur ekki talið það nægja og hef­ur því sett sér ennþá viðameiri siðaregl­ur. Má ekki treysta því, hr. út­varps­stjóri, að þess­ar siðaregl­ur séu ekki bara sett­ar til að sýn­ast? Er ekki til þess ætl­ast, að frétta­menn haldi þær í heiðri?

Í siðaregl­um Blaðamanna­fé­lags Íslands seg­ir: (4. grein) 1 „Í frá­sögn­um af dóms- og refsi­mál­um skulu blaðamenn virða þá meg­in­reglu laga, að hver maður er tal­inn sak­laus, þar til sekt hans hef­ur verið sönnuð.“

Í sömu regl­um (3. grein) seg­ir: „Blaðamaður vand­ar upp­lýs­inga­öfl­un sína, úr­vinnslu og fram­setn­ingu, svo sem kost­ur er, og sýn­ir fyllstu til­lits­semi í vanda­söm­um mál­um. Hann forðast allt, sem valdið get­ur sak­lausu fólki, eða fólki, sem á um sárt að binda, óþarfa sárs­auka eða van­v­irðu.“

Siðaregl­ur – til sýn­is?

Spyrja má, hvernig áheyr­end­ur geti myndað sér for­dóma­lausa skoðun á um­fjöll­un­ar­efni, ef frétta­menn bjóða þeim bara upp á ein­hliða frá­sögn ann­ars deiluaðila; velja það eitt til birt­ing­ar úr gögn­um máls, sem hent­ar fyr­ir­fram­gef­inni niður­stöðu; stinga und­ir stól gögn­um, sem sanna, að fréttamaður og/ eða viðmæl­andi fer með rangt mál; eða ef fréttamaður huns­ar vott­fest­an framb­urð vitna?

Eins og sýnt verður fram á hér á eft­ir, hafa um­rædd­ir frétta­menn van­rækt að afla staðfestra upp­lýs­inga eða kanna sann­leiks­gildi full­yrðinga viðmæl­anda síns, þrátt fyr­ir að þær upp­lýs­ing­ar hafi sann­an­lega verið auðsótt­ar. Þaðan af síður hafa þeir forðast að valda sak­lausu fólki, „sem á um sárt að binda, óþarfa sárs­auka eða van­v­irðu“. Skaðinn, sem þeir hafa valdið er skeður, þótt hann sé vand­met­inn til fjár.

Í reiðilestri sín­um í Morg­un­blaðinu 8. fe­brú­ar sl. saka þeir mig (JBH) um for­dóma gagn­vart geðfötluðum. Ég hef hvergi látið mér neitt slíkt um munn fara. En sem for­eldri ein­stak­lings, sem greind hef­ur verið með geðhvarfa­sýki, lít­um við á þetta sem enn ein meiðyrðin af þeirra hálfu. Ég hef hins veg­ar vitnað í grein­ingu viður­kenndra sér­fæðinga (t.d. dr. Jam­i­son, Bress­ert, Engil­bert Sig­urðsson o.fl.) um þekkt sjúk­dóms­ein­kenni geðhvarfa­sýki, svo sem of­læti, trú­arof­stæki, kyn­lífsþrá­hyggju o.fl. Þetta flokk­ast ekki und­ir for­dóma held­ur fræðilegt mat og niður­stöður rann­sókna. Geðhvarfa­sjúk­ling­ur í man­íu er al­mennt séð ekki tal­inn ábyrg­ur orða sinna eða gerða, held­ur er hann tal­inn þarfn­ast umönn­un­ar og lækn­is­hjálp­ar.

En hvað um starfs­menn yðar, dag­skrár­gerðar­menn á RÚV? Þeir hafa a.m.k. hingað til verið tald­ir vera með fullu viti. En eru þeir samt sem áður, að þeirra eig­in áliti og yðar, hvorki ábyrg­ir orða sinna né gerða? Mega þeir um­vönd­un­ar­laust bera á borð, að óat­huguðu máli, til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir, rang­ar full­yrðing­ar og gróf meiðyrði?

14 fals­frétt­ir

Hér fer á eft­ir stutt upp­taln­ing á til­hæfu­laus­um ásök­un­um, röng­um full­yrðing­um og gróf­um meiðyrðum, sem um­rædd­ir frétta­menn báru á borð fyr­ir hlust­end­ur sína á Rás 2 í viðtalsþætti sín­um við Al­dísi Schram hinn 17. jan. sl.:

1) „Al­dís sakaði föður sinn um kyn­ferðis­brot 1992“. Ósatt. Sjá Mann­lífsviðtal í feb. 1995

2) Hót­un dótt­ur um að kæra föður „veld­ur því að hún er lokuð á geðdeild í mánuð“. Ósatt. Sjá lög og regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

3) „Í hvert sinn sem kastaðist í kekki við föður“...„sigaði (hann) ávallt á hana lög­reglu“. Ósatt. Sjá lög­reglu­vott­orð og regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

4) „Sem ut­an­rík­is­ráðherra og sendi­herra gat hann hringt í lög­reglu, og þar með var ég hand­tek­in...og færð í járn­um upp á geðdeild.“ Ósatt. Sjá lög­reglu­vott­orð og regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

5) Bréfs­efni sendi­ráðs sýn­ir, að „það er því hafið yfir vafa, að hann reyndi að mis­nota aðstöðu sína...“ og „af­skipti af Al­dísi skráð sem aðstoð við er­lent sendi­ráð“. Það get­ur eng­inn, hvorki sendi­herra, né ráðherr­ar, né nein­ir aðrir, látið nauðung­ar­vista aðra mann­eskju. Sjá regl­ur um nauðung­ar­vist­un. Lög­regla ber ein ábyrgð á rangri skrán­ingu í sína skýrslu. Al­gert auka­atriði.

6) Að JBH hafi „látið nauðung­ar­vista hana í enn eitt skiptið“ eft­ir Washingt­on-heim­sókn 2002. Rangt. Sjá frá­sögn um at­beina fé­lagsþjón­ustu og til­sjón­ar­konu vegna ör­ygg­is dótt­ur.

7) Hót­un for­eldra: „Ef ég tæki ekki til baka ásök­un mína um kyn­ferðis­brot JBH...myndu þau láta loka mig inni“. Ósatt. Sjá regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

8) „Tveir lög­reglu­menn, ef ekki þrír, ryðjast inn...“ Sjá lög­reglu­vott­orð. JBH og BS aldrei leitað til lög­reglu vegna Al­dís­ar.

9) „Þegar barnið er tekið frá mér, verð ég ær“ – Skýr­ing: Gert með at­beina um­sjón­ar­konu og barna­vernd­ar­nefnd­ar er barni komið í fóst­ur, á meðan móðir er vistuð á sjúkra­stofn­un.

10) „Nauðung­ar­vist­un fór held­ur ekki fyr­ir dóm, eins og bar að gera“: Sjá viðtal við yf­ir­lækni geðdeild­ar Land­spít­al­ans á mbl.is um starfs­regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

11) Sig­mar: „Í hvert skipti sem þessi umræða kem­ur upp, ert þú nauðung­ar­vistuð? – Al­dís: Já, í sex skipti, ef ég man rétt.“ Ósatt. Sjá regl­ur um nauðung­ar­vist­un og lög­reglu­vott­orð.

12) „Vissi ekki af grein­ingu fyrr en 2013.“ Ósatt. Skil­greind geðfötluð að eig­in frum­kvæði hjá TR árum sam­an, vegna ör­orku­bóta.

13) „Þá er ég bara sprautuð niður um leið eða lát­in taka lyf.“ – Sjá starfs­regl­ur geðdeild­ar Land­spít­al­ans um fram­leng­ingu vist­un­ar og lyfja­töku, sbr.viðtal við yf­ir­lækni geðsviðs á mbl.is.

14) Að JBH hafi „framið sifja­spell, þegar hún (hver?) var full­orðin kona“. Óskilj­an­leg meiðyrði.

Tekið skal fram, að þessi listi yfir 14 til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir, rang­hermi og meiðyrði, er ekki tæm­andi.

Sorp­blaðamennska – á kostnað skatt­greiðenda?

Við þetta er svo því að bæta, að þeir Sig­mar og Helgi full­yrða í áður­nefndri grein í Morg­un­blaðinu, að í ára­tugi hafi Al­dís „mátt þola þögg­un og út­skúf­un út af meint­um veik­ind­um sín­um“. Þetta er rangt, eins og nán­ast allt annað sem frá þeim hef­ur komið um þessi mál, sbr. viðtal ásamt birt­ingu lög­reglukæru Al­dís­ar í DV (27.- 29. sept­em­ber 2013) – sem að vísu var vísað frá sem ómark­tækri – og forsíðuviðtal við DV (11.-13. októ­ber 2013).

Við und­ir­rituð leyf­um okk­ur að vekja at­hygli yðar, hr. út­varps­stjóri, á þess­um mála­búnaði starfs­manna yðar. Það má heita að viðtal þeirra tví­menn­inga á Rás 2 sé einn sam­felld­ur ósann­inda­vaðall. Þótt flest­ar hinna ósönnu full­yrðinga séu hafðar eft­ir viðmæl­anda þeirra er það eft­ir sem áður staðreynd að oft­ar en einu sinni gera þeir þess­ar full­yrðing­ar að sín­um. Því til viðbót­ar ligg­ur ljóst fyr­ir að hefðu frétta­menn­irn­ir haft fyr­ir því að rann­saka málið með því að staðreynda­prófa full­yrðing­ar eða afla auðfá­an­legra upp­lýs­inga hjá viðkom­andi aðilum hefðu þeir getað séð sóma sinn í að forðast að fara með allt þetta fleip­ur frammi fyr­ir áheyr­end­um.

Vitað er, að ill­mælgi, per­són­uníð og ann­ar óhróður ríður víða hús­um á sam­fé­lags­miðlum. Einnig er það þekkt, bæði hér á landi og ann­ars staðar, að svo­kölluð sorp­blöð byggja bein­lín­is fjár­hags­lega af­komu sína á því að selja óhróður um fólk sem einatt er hafður eft­ir ónafn­greind­um per­són­um – áður kallað gróu­sög­ur. En af sjálfu leiðir að þorri al­menn­ings lær­ir smám sam­an, að feng­inni reynslu, að taka mátu­lega lítið mark á slík­um miðlum. En við vilj­um trúa því, að öðru máli gegni um sjálft Rík­is­út­varpið – út­varp allra lands­manna – sem hingað til hef­ur tal­ist vera ein helsta menn­ing­ar­stofn­un þjóðar­inn­ar. Við vilj­um mega trúa því, að Rík­is­út­varpið okk­ar vilji standa und­ir þeirri nafn­gift, í orði og verki.

Hvað er þá til ráða, hr. út­varps­stjóri?

Í ljósi þess, sem að fram­an er sagt, skor­um við hér með á yður, hr. út­varps­stjóri, að þér, f.h. Rík­is­út­varps­ins, dragið til baka all­ar þess­ar til­hæfu­lausu ásak­an­ir, röngu full­yrðing­ar og meiðyrði starfs­manna yðar, sem hér hafa verið til­greind og takið af tví­mæli um, að þau skuli skoðast sem dauð og ómerk.

Einnig væri við hæfi, að þér gæfuð áður­nefnd­um frétta­mönn­um al­var­lega áminn­ingu fyr­ir gróf brot á siðaregl­um Rík­is­út­varps­ins, svo sem gert er ráð fyr­ir í siðaregl­un­um sjálf­um.

Þá væri og við hæfi að biðja áheyr­end­ur Rík­is­út­varps­ins af­sök­un­ar á óboðleg­um vinnu­brögðum um­ræddra frétta­manna um leið og því væri heitið að óþolandi mis­notk­un á fjórða valdi Rík­is­út­varps­ins yrði ekki liðin fram­veg­is.

Við þykj­umst vita að út­varps­stjóri eigi ann­ríkt og hafi í mörg horn að líta við stjórn­un svo viðamik­ill­ar og fjöl­mennr­ar stofn­un­ar. Þess vegna þykir okk­ur viðeig­andi að sætta okk­ur við sjö daga bið fyr­ir yður að bregðast við þessu er­indi.

En ef þér, hr. út­varps­stjóri, kjósið að bregðast ekki við þess­ari áskor­un okk­ar, áskilj­um við okk­ur all­an rétt til að stefna yður, fyr­ir hönd Rík­is­út­varps­ins, og starfs­mönn­um yðar, sem og viðmæl­end­um, fyr­ir rétt, til þess að fá meiðyrði, rang­hermi og til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir, dæmd­ar dauðar og ómerk­ar. Og að Rík­is­út­varp­inu verði skylt að bæta þolend­um þess­ar­ar ófræg­ing­ar­her­ferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyr­ir af völd­um RÚV.

Virðing­ar­fyllst.

P.s.Við und­ir­rit­um þetta opna bréf bæði, þar sem fjöl­skylda okk­ar – ekki bara við sjálf – hef­ur beðið óbæt­an­legt tjón af völd­um til­efn­is­lausra ásak­ana, rang­hermis og meiðyrða í um­fjöll­un frétta­manna RÚV.

Jón Bald­vin Hanni­bals­son (kt. 210239-3249). Bryn­dís Schram (kt. 090738-8289)

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert