Dýrkeyptur reykur á þorrablóti

Veipað á Laugaveginum.
Veipað á Laugaveginum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn er ábyrgt fyrir því að greiða 3.000 kr. danskar, um 55.000 kr. íslenskar, vegna útkalls slökkviliðs á þorrablót félagsins á dögunum. Gjaldið er 6.000 kr. danskar fyrir „falska“ útkallið en stjórn hússins tekur á sig helminginn.

Þorrablótið var haldið í sal á 5. hæð í byggingunni, þar sem íslenska sendiráðið er á Norðurbryggju. Það var hin besta skemmtun og hélt áfram eftir að fólk kom aftur inn í kjölfar rýmingar hússins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sveinbjörg Kristjánsdóttir, gjaldkeri félagsins, að upp úr miðnætti hafi brunavarnarkerfið farið í gang og öllum gert að fara út. Fljótlega hafi komið í ljós að reykur á salerni hafði sett kerfið í gang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert