Hafsteinn Björgvinsson hefur unnið við vatnsbólin í Heiðmörk frá 1984 og fylgst vel með dýralífinu á svæðinu síðan. Hann hefur samið skýrsluna „Fuglar og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur“ á hverju ári frá 1998, þar af tvisvar eitt árið, og nú er 23. útgáfan komin út.
Í henni eru myndskreyttar upplýsingar með gröfum um fugla og spendýr á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni.
Upphaf skýrslnanna má rekja til þess að óttast var að fuglaflensa væri á leiðinni til landsins undir lok liðinnar aldar. Hafsteinn segir að hann og Loftur Reimar Gissurarson, þá gæðastjóri Vatnsveitu Reykjavíkur, hafi ákveðið að útbúa skrá um dýralífið á svæðinu til þess að halda heimildum til haga. „Fyrsta skýrslan kom út 1998 og síðan hefur þetta undið upp á sig,“ segir Hafsteinn, sem er umsjónarmaður Veitna á vatnsverndarsvæðum Reykjavíkur.
Sjá viðtal við Hafstein í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.