Hreindýrakvóti sami og í fyrra

Hreindýrastofninn á Íslandi telur um 6.000 dýr.
Hreindýrastofninn á Íslandi telur um 6.000 dýr. Ljósmynd/Sigurður Ægisson

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta fyrir 2019 að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1.451 dýr á árinu, 1.043 kú og 408 tarfa. Um er að ræða sama fjölda dýra og hreindýrakvóti fyrra árs kvað á um. 

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að veiðin skiptist á milli níu veiðisvæða en mörk þeirra eru nánar skilgreind í auglýsingu sem má sjá hér.

Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Þá hefur ráðuneytið verið með í skoðun áhrifa kúaveiða á kálfa en niðurstöður þeirrar athugunar geta mögulega haft áhrif á veiðitíma hreindýra.

Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert