Innkalla kreisti-fígúrur

Neytendastofa hefur innkallað kreisti-fígúrur sem kallast Squish-Dee-Lish og hafa verið …
Neytendastofa hefur innkallað kreisti-fígúrur sem kallast Squish-Dee-Lish og hafa verið til sölu í verslunum Hagkaupa. Ljósmynd/Neytendastofa

Neyt­enda­stofu hef­ur borist til­kynn­ing um hættu­legt leik­fang sem hef­ur verið til sölu í versl­un­um Hag­kaups. Um er að ræða kreisti-fíg­úr­ur sem kall­ast Squish-Dee-Lish og hafa próf­an­ir leitt í ljós að smá­hlut­ir sem fest­ir eru við leik­fangið geta auðveld­lega losnað af og valdið köfn­un­ar­hættu.

Smá­hlut­irn­ir eru til að mynda augu, eyru og hatt­ar sem límd­ir eru við fíg­úr­una. Hag­kaup hef­ur verið að selja vör­una en hef­ur strax tekið hana úr sölu. Alls hafa  selst um 400 ein­tök af vör­unni.

Neyt­end­ur eru hvatt­ir til að skila Squish-Dee-Lish-fíg­úr­un­um til Hag­kaups eða farga þeim. Neyt­enda­stofa brýn­ir fyr­ir for­eldr­um að vera á varðbergi gagn­vart þess­ari vöru og öðrum vör­um sem gætu falið í sér köfn­un­ar­hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert