Lýsa áhyggjum og óöryggi

Daníel Arnarsson er framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Daníel Arnarsson er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Ljósmynd/Samtökin '78

Sam­tök­in ´78 mót­mæla stjórn­ar­frum­varpi dóms­málaráðherra þar sem hat­ursorðræða er þrengd en frum­varpið er sagt eiga að auka vernd tján­ing­ar­frels­is hér á landi.

„Of­beldi gegn minni­hluta­hóp­um verður ekki til í tóma­rúmi. Það er vel þekkt staðreynd að hat­ursorðræða er und­an­fari of­beld­is, en of­beldi og of­sókn­ir gagn­vart minni­hluta­hóp­um hafa ít­rekað verið sett­ar í beint sam­hengi við hat­ursorðræðu,“ kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna.

Enn frem­ur seg­ir að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi bent á að umb­urðarlyndi og virðing fyr­ir jafn­rétti og mann­legri reisn séu grund­völl­ur op­inna lýðræðis­sam­fé­laga. Þess vegna geti ekki aðeins verið rétt­læt­an­legt, held­ur nauðsyn­legt að tak­marka orðræðu sem dreif­ir eða hvet­ur til hat­urs byggðu á umb­urðarleysi. Í ljósi þessa hef­ur verið samstaða um að tján­ing­ar­frels­inu þurfi að setja skorður til þess að vernda frelsi minni­hluta­hópa.

Nú­ver­andi ákvæði um hat­ursorðræðu (233. gr. a al­mennra hegn­ing­ar­laga) er svo hljóðandi: Hver sem op­in­ber­lega hæðist að, róg­ber, smán­ar eða ógn­ar manni eða hópi manna með um­mæl­um eða ann­ars kon­ar tján­ingu, svo sem með mynd­um eða tákn­um, vegna þjóðern­is, litar­hátt­ar, kynþátt­ar, trú­ar­bragða, kyn­hneigðar eða kyn­vit­und­ar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að 2 árum.

Nú liggi fyr­ir stjórn­ar­frum­varp dóms­málaráðherra þar sem eft­ir­far­andi klausu er bætt aft­an við ákveði um hat­ursorðræðu: enda sé hátt­sem­in til þess fall­in að hvetja til eða kynda und­ir hatri, of­beldi eða mis­mun­un.

Tveir sak­felld­ir í Hæsta­rétti í fyrra

Sam­tök­in ´78 kærðu hat­ursorðræðu í tengsl­um við hinseg­in fræðslu í grunn­skól­um Hafn­ar­fjarðar árið 2015. Í fyrra féllu tveir dóm­ar í Hæsta­rétti þar sem ein­stak­ling­ar voru sak­felld­ir fyr­ir hat­ursorðræðu gegn hinseg­in fólki. 

„Þau um­mæli sem sak­fellt var fyr­ir voru mjög gróf, lýstu hatri á hinseg­in fólki og bendluðu það, í öðru til­fell­inu, við barn­aníð. Slík tján­ing gref­ur ekki aðeins und­an friðhelgi einka­lífs þeirra sem slík orðræða bein­ist gegn, held­ur ræn­ir þau einnig ör­ygg­is­til­finn­ingu,“ kem­ur fram í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins seg­ir að með því sé meðal ann­ars brugðist við tveim­ur dóm­um Hæsta­rétt­ar Íslands frá ár­inu 2017 þar sem sak­fellt var fyr­ir brot gegn ákvæðinu. 

„Einnig er tekið fram að þrengja eigi ákvæðið þrátt fyr­ir að nú­ver­andi lög um hat­ursorðræðu stang­ist ekki á við tján­ing­ar­frels­isákvæði 10. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og þrátt fyr­ir að þetta frum­varp muni minnka refsi­vernd minni­hluta­hópa gagn­vart hat­ursorðræðu. Í kjöl­far frétta af frum­varp­inu hef­ur fjöldi fé­lags­manna sett sig í sam­band við Sam­tök­in ‘78 og viðrað áhyggj­ur sín­ar og óör­yggi vegna fyr­ir­hugaðra breyt­inga.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert