Læsi í ýmsum myndum verður til umfjöllunar á Menntadegi atvinnulífsins í dag sem fer fram í Hörpu. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitir Menntaverðlaun atvinnulífsins.
Hægt er að fylgjast með dagskránni í beinni útsendingu hér á mbl.is en fjallað verður um stöðuna á Íslandi samanborið við nágrannaþjóðirnar. Einnig verður stiklað á stóru um mikilvægi upplýsingatæknilæsis, fjármálalæsis og menningarlæsis.
Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Dagskrána í heild má finna hér.