Ullin er óendanleg uppspretta

Hér er Ragnheiður Sjöfn búin að fitja upp á bol …
Hér er Ragnheiður Sjöfn búin að fitja upp á bol lopapeysu. Svona flíkur eru frábærar og halda hita á fólki úti í það óendanlega

„Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft.

Hefur á þess vegum tekið á móti fjölda erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og kynna sér íslenska ull, prjónaskap og menninguna sem fylgir.

Starfsemi fyrirtækis Ragnheiðar hefur spurst vel úr. Eftir starf í áratug skipta þeir þúsundum, ferðamennirnir sem hún hefur sinnt. „Ég hef aðallega markaðssett mig og mitt í enskumælandi löndum. Byrjaði í Bretlandi en Bandaríkjamennirnir hafa svo komið sterkir inn,“ segir Ragnheiður sem kennir fólki að nýta íslensku ullina í handverk, hvort sem það er að prjóna, þæfa eða sauma út. Möguleikarnir eru margir.

Sjá samtal við Ragnheiði í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert