Sex skip voru við loðnuleit

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.

Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann.

Þá hafa Norðmenn ekki tekið þátt í leit að loðnu við landið fyrr en nú, en verði veiðikvóta úthlutað þá er í gildi samningur um veiðar þeirra við landið.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun, sagði í gær að staðan yrði metin um leið og upplýsingar bærust. „Við gerum okkur grein fyrir því eins og aðrir að tíminn vinnur ekki með okkur. Ef einhverjar vísbendingar koma um betra ástand en áður hefur verið talið munum við bregðast hratt við,“ segir Þorsteinn m.a. í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert