Ávarpaði stóran útifund

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/​Hari

Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á úti­fundi Kúrda í Strass­borg á laug­ar­dag­inn.

Til­efni fund­ar­ins var mót­mæli gegn ein­angr­un­ar­vist kúr­díska stjórn­mála­leiðtog­ans Abdullah Öcal­ans á tyrk­nesku fanga­eyj­unni Imrali á Marm­ara­hafi. Öcal­an hef­ur verið í ein­angr­un­ar­fang­elsi í tutt­ugu ár og fjöldi stuðnings­manna hans hef­ur ný­verið gripið til svelti­mót­mæla til þess að fá hann laus­an og knýja tyrk­nesk stjórn­völd til friðarviðræðna við Kúrda.

Ögmund­ur var ný­kom­inn frá Sviss og þangað frá Tyrklandi, þar sem hann kveðst hafa talað máli Kúrda og mann­rétt­inda al­mennt. Hann ávarpaði sam­kom­una ásamt breska verka­lýðsleiðtog­an­um Manu­el Cortes og greindi frá ferð sinni til Tyrk­lands. Hann heim­sótti þar borg­ina Diy­ar­bak­ir og hitti bar­áttu­kon­una Leylu Güven, sem var þá á 98. degi hung­ur­verk­falls gegn ein­angr­un Öcal­ans. „Dauði henn­ar er fyr­ir­sjá­an­leg­ur,“ seg­ir Ögmund­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert