Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra

Erna Sif Arnardóttir.
Erna Sif Arnardóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins.

„Við höfum unnið í aðferðum til að skilgreina betur hvenær kæfisvefn og hrotur eru sjúkdómsástand og hvenær ekki er þörf á meðhöndlun,“ sagði dr. Erna Sif Arnardóttir, sem stýrir verkefninu af Íslands hálfu.

Erna sagði að börn sem væru með kæfisvefn eða miklar hrotur gætu sýnt einkenni athyglisbrests og ofvirkni. Þau fengju jafnvel greiningu í þá veru. Þau sem væru verst sett fylgdu jafnvel ekki eðlilegri vaxtarkúrfu og væru lítil og grönn eftir aldri. Fengju þau rétta meðhöndlun við kæfisvefni tækju þau oft vaxtarkipp.

Kæfisvefni geta fylgt fleiri afleiðingar. Sum barnanna anda mest með munninum og þróa með sér andlitsfall sem verður langt og mjótt. Kjálkavöðvarnir verða slappir og munnholið þrengra en það ætti að vera. Tennurnar komast ekki fyrir í gómnum og börnin þurfa oft miklar tannréttingar, að því er fram kemur í umfjöllun um kæfisvefn barna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert