Sex manna vinnuhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins mun funda aftur í vikunni til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjaradeilunni.
„Við erum búin að sjá eitthvað tengt húsnæðismálum og félagslegum undirboðum. Það sem stendur út af eru skattamálin,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er búist við því að stjórnvöld tilkynni fyrirhugaðar skattabreytingar á næstu dögum. Slík tilkynning er þó háð stöðu viðræðna milli deiluaðila.