Vegum lokað vegna ófærðar

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegum hefur víða verið lokað vegna veðurs og slæmrar færðar á landinu. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu. Skafrenningur er á Sandskeiði og á Kjalarnesi.

Mosfellsheiði: Veginum hefur verið lokað vegna veðurs.

Hólasandur: Veginum hefur verið lokað vegna veðurs.

Víkurskarð: Veginum hefur verið lokað vegna veðurs.

Ólafsfjarðarmúli: Veginum hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Mosfellsheiði: Veginum hefur verið lokað vegna veðurs.

Klettsháls: Veginum hefur verið lokað vegna veðurs.

Suðvesturland: Hálkublettir eða hálka á flestum leiðum en greiðfært er á Reykjanesbraut. Skafrenningur er á Sandskeiði og á Kjalarnesi.

Vesturland: Snjóþekja, hálka eða hálkublettir víðast hvar og skafrenningur nokkuð víða. Þæfingur er við Hafursfell, í Kolgrafarfirði og á Bröttubrekku en þungfært er á milli Búða og Hellna. 

Vestfirðir: Snjóþekja eða hálka á vegum og víða eitthvað um éljagang og skafrenning. Þungfært er við norðanverðan Breiðafjörð en ófært og stórhríð á Þröskuldum.

Norðurland: Víða snjóþekja, þæfingur og jafnvel þungfært en mokstur er víða hafinn. Ófært er um Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Hámundarstaðaháls, Ljósavatnsskarð og Héðinsfjörð.

Norðausturland: Víða ófært eða þæfingur en mokstur er víðast hvar hafinn eða í skoðun. Ófært er um Norðausturveg (85) frá Húsavík til Bakkafjarðar, um Köldukinn og um Fljótsheiði.

Austurland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar og eitthvað um skafrenning. Þungfært er í Hróarstungu en þæfingur í Skriðdal. Ófært er um Fagradal en mokstur stendur yfir.

Suðausturland:  Greiðfært að mestu en hálka á útvegum. Hvasst er við Lómagnúp.

Suðurland: Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en að mestu greiðfært undir Eyjafjöllum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert