Tölvupóstur er streituvaldur heima

„Bara það eitt að geta átt von á tölvupóst [er] nóg til að vera streituvaldandi,“ segir Steinar Þór Ólafsson sem flutti fyrirlestur um skaðlega vinnustaðamenningu í Hí í dag. Enn fremur séu væntingar um tölvupósta streituvaldur hjá öðru heimilisfólki, þetta hafi nýleg rannsókn við Virginia Tech-háskólann leitt í ljós.

Steinar Þór, sem er markaðsstjóri Skeljungs, hefur kynnt sér vinnustaðamenningu ítarlega og skrifar gjarnan um efnið á samfélagsmiðlinum Linkedin og hefur umsjón með pistlaröðinni Kontóristinn á Rás 1 í Mannlega þættinum.

Hvað er til ráða?

Samkvæmt Steinari er helsta ráðið við skaðlegum áhrifum menningar af þessu tagi fyrst og fremst að trufla aðra minna og ekki senda tölvupósta á kvöldin, jafnvel senda þá með tímaáætlun um að fara ekki af stað fyrr en síðar (leiðbeiningar um það í gmail og outlook er hægt að finna með að gúgla: delay sending email). 

Ljóst sé að flestir vilji standa sig vel í starfi. „Það verður rosalega freistandi að vera framúrskarandi starfsmaður með því að svara öllum tölvupóstum og vera alltaf til taks,“ segir Steinar Þór en bætir því við að það sé lítil dyggð í því að vera sá starfsmaður sitji fjölskyldulífið á hakanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert