Tvísýnt um lausn

Samningafundur hjá Sáttasemjara.
Samningafundur hjá Sáttasemjara. mbl.is/​Hari

For­ystu­menn inn­an Alþýðusam­bands­ins eiga von á því að rík­is­stjórn­in kynni þeim í dag hvaða skatta­breyt­ing­um stjórn­völd eru reiðubú­in að beita sér fyr­ir til að greiða fyr­ir lausn yf­ir­stand­andi kjaraviðræðna.

Staðan er mjög tví­sýn. Sam­kvæmt heim­ild­um inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar er talið að um­tals­verð lækk­un skatt­byrði tekju­lágra launþega með nýju lág­tekju­skattsþrepi og krónu­tölu­hækk­un af hálfu at­vinnu­rek­enda, til viðbót­ar við til­boðið sem lagt var fram á dög­un­um, gæti lagt grunn að sam­komu­lagi um end­ur­nýj­un kjara­samn­inga.

Ef út­spil stjórn­valda dug­ar hins veg­ar ekki til mun kjara­deil­an harðna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um stöðu samn­ing­anna í Morg­un­blaðinu í dag.

Næsti sátta­fund­ur er boðaður á fimmtu­dag­inn og þá mun ráðast hvort út­spil stjórn­valda greiðir fyr­ir áfram­hald­andi viðræðum eða hvort þeim verður þá slitið og verka­lýðsfé­lög­in fjög­ur, sem vísuðu deil­unni til rík­is­sátta­semj­ara fyr­ir tveim­ur mánuðum, hefja und­ir­bún­ing að boðun verk­falla.

Viðræðunefnd Starfs­greina­sam­bands­ins met­ur á fundi síðdeg­is í dag hvort vísa eigi deilu 16 aðild­ar­fé­laga til sáttameðferðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert