Búið að taka skýrslu af ökumönnunum

Frá Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða síðastliðið fimmtudagskvöld.
Frá Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða síðastliðið fimmtudagskvöld. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þrennt liggur enn slasað á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af ökumönnunum.

Oddur Árnason, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, segir að ökumenn bílanna hafi slasast minna en farþegar. Einn þeirra þriggja sem liggur á spítalanum var við stýrið á öðrum bílnum.

Oddur segir að málið sé í rannsókn en auk þess að hafa rætt við ökumenn hefur lögregla rætt við vitni. Áreksturinn var harður en flest bendir til þess að annar bíllinn hafi snúist í hálku og farið yfir á öfugan vegarhelming. Það hafi orðið til þess að ökutækin skullu saman.

Beita þurfti klippum til að ná tveimur farþegum úr bílunum. Þeir sem slösuðust voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.

Oddur segir að ekkert bendi til ölvunar eða glæfraaksturs. Hins vegar blasi það við að þegar svona slys verða aki fólk ekki í samræmi við aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert