Fimm ára dómur í Shooters-máli

Art­ur Pawel Wisocki við upp­haf aðalmeðferðar.
Art­ur Pawel Wisocki við upp­haf aðalmeðferðar. mbl.is/Eggert

Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás á dyra­vörð á skemmti­staðnum Shooters í ág­úst í fyrra. Dyra­vörður­inn er lamaður fyr­ir neðan háls eft­ir árás­ina. Ann­ar maður sem var ákærður í mál­inu, Dawid Kornacki, fékk sex mánaða dóm.

Dag­mar Ösp Vé­steins­dótt­ir, aðstoðarsak­sókn­ari hjá héraðssak­sókn­ara, seg­ir í sam­tali við mbl.is að dóm­ur­inn hafi verið í sam­ræmi við það sem ákæru­valdið lagði upp með í mál­inu.

Hún staðfest­ir jafn­framt að dyra­verðinum sem lamaðist hafi verið dæmd­ar 6 millj­ón­ir í miska­bæt­ur og hinum 600 þúsund krón­ur.

Art­ur upp­lýsti við dóms­upp­sög­una að hann myndi áfrýja mál­inu til Lands­rétt­ar og því ljóst að málið mun fara áfram til næsta dóm­stigs.

Tví­menn­ing­arn­ir játuðu í mál­inu að hafa ráðist á ann­an dyra­vörð, en sá hlaut ekki lífs­hættu­lega áverka í átök­un­um. Art­ur neitaði hins veg­ar sök um stór­fellda lík­ams­árás á dyra­vörðinn sem lamaðist.

Við aðalmeðferð fór sak­sókn­ari fram á nokk­urra ára dóm yfir Art­ur, en nefndi þó ekki ára­fjölda. Þá var farið fram á að lág­marki sex til níu mánaða dóm yfir Dawid.

Shooters í Austurstræti.
Shooters í Aust­ur­stræti. Skjá­skot/​ja.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert