Steinsmiðja S. Helgasonar vinnur nú hörðum höndum að því að saga gömlu hafnargarðana sem grafnir voru upp við Reykjavíkurhöfn.
Verða minjarnar varðveittar í bílakjallara Hafnartorgs sem reist hefur verið á svæðinu.
Þetta var niðurstaða viðræðna á milli Minjastofnunar og Landstólpa þróunarfélags á sínum tíma. Annar hafnargarðurinn er frá því fyrir aldamótin 1900 og er því sjálfkrafa friðaður en hinn, sem er frá 1928, var skyndifriðaður.