Kröfur SGS ítrekaðar á fundi með SA

Flosi Eiríksson á fundinum í morgun.
Flosi Eiríksson á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert

Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands mun eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins kl. 16 í dag. Á fundinum verða kröfur SGS ítrekaðar. Þetta er niðurstaða fundar SGS sem er nýlokið.

Að sögn Flosa Eiríkssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, samþykkti nefndin að fá fund með SA í dag „í ljósi útspils stjórnvalda í gær og hversu rýrt það er“.  Þar verða ítrekaðar „sanngjarnar og eðlilegar kröfur SGS“.

Frá fundi Starfsgreinasambandsins í morgun.
Frá fundi Starfsgreinasambandsins í morgun. mbl.is/Eggert

Engin ákvörðun hefur verið tekin um að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við skulum sjá hvað þau segja fyrst,“ sagði Flosi að loknum fundinum.  

mbl.is/Eggert

„Það er góð samstaða í okkar hópi og menn eru að sækja sínar réttmætu kröfur en það voru mjög mikil vonbrigði með útspil ríkisstjórnarinnar. 6.700 króna skattalækkun á mánuði er afar rýrt, svo ekki sé meira sagt.“

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, á fundinum í morgun.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert