Líst ekki vel á framhaldið

Frá upphafi fundarins í húsnæði ASÍ í Guðrúnartúni í morgun.
Frá upphafi fundarins í húsnæði ASÍ í Guðrúnartúni í morgun. mbl.is/Eggert

Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands situr á fundi í húsnæði ASÍ þar sem farið er yfir næstu skref eftir að ríkisstjórnin kynnti skattabreytingatillögur sínar í gær.

„Mér líst ekkert sérstaklega vel á framhaldið, eins og kom fram í viðbrögðum samninganefndar ASÍ og forseta ASÍ í gær,“ sagði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við blaðamann skömmu áður en fundurinn hófst.

Flosi Eiríksson, til hægri, á fundinum í morgun.
Flosi Eiríksson, til hægri, á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert

Tillögur stjórnvalda hjálpa ekki til

Sextán félög í Starfs­greina­sam­band­inu hafa enn ekki vísað yf­ir­stand­andi kjara­deilu við Samtök atvinnulífsins til rík­is­sátta­semj­ara. 

„Viðræðunefndin hefur umboð frá samninganefndinni til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara telji hún ástæðu til og við getum sagt að þessar tillögur sem stjórnvöld kynntu í gær hjálpa ekki til að leysa hana. Verkefni þessa fundar sem er að hefjast er að fara yfir þá hluti og reyna að taka afstöðu til þess hvernig er skynsamlegast að taka næstu skref,“ sagði hann.

Hann bætti við að engin ástæða sé til að vera bjartsýnn um framhaldið miðað við stöðu mála. „Það eru vonbrigði með þetta útspil stjórnvalda og hversu rýrt það er fyrir okkar fólk.“

Frá upphafi fundar í morgun.
Frá upphafi fundar í morgun. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert