„Mun marka líf brotaþola það sem eftir“

Art­ur Pawel Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi í …
Art­ur Pawel Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi í dag. mbl.is/Eggert

Þegar myndbönd af árás ákærðu og félaga þeirra á brotaþola eru skoðuð þá sést að ákærðu, ekki síst ákærði Artur, gengur fram af mikilli heift. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms en Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás á dyra­vörð á skemmti­staðnum Shooters í ág­úst í fyrra. 

Niðurstaða dómsins er að ætlun Arturs hafi verið að skaða brotaþola og að honum hafi ekki getað dulist að afleiðingarnar af atlögu hans gætu orðið alvarlegar. Eins og áður hefur komið fram er dyravörðurinn lamaður eftir árásina.

Artur og félagi hans, Dawid Kornacki, voru einnig ákærðir fyrir aðra árás á dyravörð og var Dawid dæmdur í sex mánaða fangelsi.

Fram kemur í dómnum að mönnunum hafi ekki áður verið refsað. Árásin þar sem þeir eru báðir ákærðir, þar sem nokkrir menn réðust saman á dyravörð fyrir utan Shooters, hafi verið ofsafengin.

Brotaþolinn var klæddur þykkri úlpu sem hefur vafalítið valdið því að meiðsli hans urðu ekki meiri og alvarlegri en raun bar vitni. Samkvæmt þessu er refsing ákærða Dawid ákveðin sex mánaða fangelsi sem ekki eru skilyrði til að skilorðsbinda. Ákærði Artur hefur verið sakfelldur fyrir mjög alvarlega líkamsárás sem mun marka líf brotaþola það sem eftir er eins og rakið hefur verið,“ segir í dómnum.

Eins og áður hefur komið fram er talið víst að dyravörðurinn sem lamaðist þurfi aðstoð það sem eftir er ævinnar í kjölfar árásarinnar. Hann fór fram á 123 milljónir í bætur en voru dæmdar sex milljónir í miskabætur. Hinum dyraverðinum voru dæmdar 600 þúsund krón­ur í bætur.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert