Samkeppnishæf íslensk einingahús

Íslensku einingahúsin hafa verið byggð í Vík í Mýrdal.
Íslensku einingahúsin hafa verið byggð í Vík í Mýrdal. Ljósmynd/ARKHD arkitektar

„Tvö parhús hafa risið í Vík í Mýrdal á vegum sveitarfélagsins með stofnframlagi frá Íbúðalánasjóði. Þau eru með fyrstu húsum sem voru byggð með slíkum stofnframlögum.“

Þetta segir Dennis Jóhannesson, annar eigenda ARKHD arkitektastofunnar, í Morgunblaðinu í dag. Hafa íslenskir arkitektar nú hannað einingahús sem þeir segja samkeppnishæf við innflutt einingahús og er afkastageta íslenskra framleiðenda ekki vandamál.

„Við höfum ekki heyrt annað en að húsin í Vík hafi tekist vel og verið innan kostnaðarramma Íbúðalánasjóðs,“ segir Dennis.

10

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert