Tístir um færð á vegum landsins

Vegagerðin tístir um veður og færð í öllum landshlutum undir …
Vegagerðin tístir um veður og færð í öllum landshlutum undir merkjunjum #færðin og #lokað. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegagerðin tístir daglega um færð á vegum landsins á samfélagsmiðlinum Twitter og notar merkin #færðin og #lokað fyrir tíst á íslensku. Einnig er reynt að svara fyrirspurnum sem berast á Twitter jafnóðum.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að stofnunin hafi markað sér stefnu um notkun samfélagsmiðla fyrir nokkru. Hún miðaði að því að bæta upplýsingaflæði og gera Vegagerðinni betur kleift að sinna hlutverki sínu sem þjónustustofnun.

Tístin eru sett inn oft á dag og því oftar sem meira er að gerast í veðri og færð. Þau eru skrifuð hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Af Twitter fara þau svo sjálfkrafa á forsíðu heimasíðunnar vegagerdin.is. Áður fyrr voru þessar tilkynningar skrifaðar fyrst inn í vefumsjónarkerfið og var þeim síðan miðlað þaðan á Twitter og annars staðar, m.a. í tölvupósti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert