Búið að auglýsa stöðu seðlabankastjóra

Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hans skipunartíma lýkur 20. ágúst næstkomandi og …
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hans skipunartíma lýkur 20. ágúst næstkomandi og einhver nýr tekur við stjórnartaumunum í Seðlabanka Íslands. mbl.is/Hari

Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst næstkomandi, en staðan hefur verið auglýst með formlegum hætti í Lögbirtingablaðinu. Skipunartími Más Guðmundssonar rennur þá út, en hann hefur verið bankastjóri Seðlabanka Íslands frá árinu 2009.

Seðlabankastjórar eru skipaðir til fimm ára í senn og einungis má skipa þann sama tvisvar sinnum. Í auglýsingunni í Lögbirtingablaðinu er gerð krafa um háskólapróf í hagfræði eða tengdum greinum og víðtæka reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum.

Einnig er gerð krafa um stjórnunarhæfileika, auk hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 25. mars næstkomandi.

Egill Helgason þáttarstjórnandi í Silfrinu á RÚV spurði Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra út í orðróma þess efnis að hún ætlaði að sækjast eftir stöðunni í þættinum síðasta sunnudag. Því svaraði Lilja neitandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert