Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum.
Eru geðræn vandamál algengasta ástæðan en stoðkerfisvandamál eru einnig algeng.
„70 prósent þeirra sem eru í þjónustu VIRK eru konur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í gær.