IKEA-blokkin í Garðabæ í gagnið

Stefán R. Dagsson verslunarstjóri og Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri fyrir utan …
Stefán R. Dagsson verslunarstjóri og Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri fyrir utan fjölbýlishúsið sem er við Urriðaholtsstræti mbl.is/Eggert Jóhannesson

Strax eft­ir kom­andi mánaðamót munu fyrstu íbú­arn­ir flytja inn í fjöl­býl­is­húsið við Urriðaholts­stræti í Garðabæ sem reist hef­ur verið að und­ir­lagi IKEA á Íslandi.

Alls eru 34 íbúðir í bygg­ing­unni og þessa dag­ana eru iðnaðar­menn að setja upp inn­rétt­ing­ar og ýms­an hús­búnað. Örygg­is­út­tekt verður gerð í næstu viku og komi ekk­ert óvænt upp á ætti fólk að geta farið að koma sér þarna fyr­ir. Fyrst verður í röðinni fjög­urra manna fjöl­skylda, starfs­fólk IKEA, sem hef­ur verið á hrak­hól­um.

Þór­ar­inn Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA, seg­ir ánægju­legt að geta komið til móts við þarf­ir fólks­ins. Hús­næðis­vand­inn á höfuðborg­ar­svæðinu komi í ýmsu til­liti niður á at­vinnu­líf­inu og því sé fyr­ir­tækið nú að bregðast við.

Af alls 34 íbúðum í hús­inu eru tutt­ugu á bil­inu 25-35 fer­metr­ar; það er al­rými með eld­un­araðstöðu, for­stofu­gang­ur og baðher­bergi. Hinar íbúðirn­ar eru stærri eða í kring­um 65 fer­metr­ar og svefn­her­berg­in þar eru tvö, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um blokk þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert