Magapest tekur á allan líkamann

Ef magapest og niðurgangur verða mjög skæð getur verið skynsamlegt …
Ef magapest og niðurgangur verða mjög skæð getur verið skynsamlegt að leita faglegra ráða, segir Þórður G. Ólafsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjálfsagt hafa allir lent í því að fá niðurgang sem oft fylgja uppköst. Þetta er óskemmtileg vanlíðan sem tekur á allan líkamann. Yfirleitt er þetta kallað að fá magapest og oftast er þetta merki um veirusýkingu í þarmi, en fleira kemur til greina.

Matareitrun er vert að hafa í huga en einnig getur þetta verið bakteríusýking. Ýmsir sjaldgæfari kvillar geta valdið niðurgangi og uppköstum en fæstir velta þeim möguleika fyrir sér þegar veikindin byrja.

Vökvi og sölt tapast úr líkamanum við niðurgang og uppköst, ekki síst ef hiti fylgir veikindunum. Lítil börn og eldri borgarar eru í sérstakri áhættu fyrir vökvatapi. Einkenni vökvataps geta verið til dæmis minnkuð þvaglát, munnþurrkur, þreyta, slappleiki og pirringur. Rétt vökvainntaka og næring er yfirleitt lykillinn að bata. Vatn, sykur og salt í réttri blöndu er mikilvægt. Drekka skal oft og lítið í einu. Forðast skal gosdrykki og sæta safa svo eitthvað sé nefnt. Ef niðurgangur er mikill getur verið skynsamlegt að leita faglegra ráða. Þau fást allan sólarhringinn í síma 1700 eða 1770 hjá hjúkrunarfræðingi Læknavaktarinnar og á heilsugæslustöðvum á dagtíma.

Hvað viðvíkur börnum með mikinn niðurgang og uppköst geta þau misst of mikinn vökva og líkaminn þornað upp. Því er mikilvægt að gefa börnum rétta næringu og sérstaklega nóg að drekka. Best er að gefa sérstaka sykursaltvatnsblöndu, til dæmis Electrorice sem fæst í apóteki.

Sjá umfjöllun um varnir við magaeitrun í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert