Skírlífi í ár „alla vega hænuskref“

Unnsteinn Jóhannsson, varaformaður Samtakanna ´78.
Unnsteinn Jóhannsson, varaformaður Samtakanna ´78. Ljósmynd/Samtökin ´78

Við skilj­um sjón­ar­mið þess að það þurfi að gæta var­kárni en að sama skapi þá hefðum við viljað ganga lengra,“ seg­ir Unn­steinn Jó­hanns­son, vara­formaður Sam­tak­anna ´78, við mbl.is. Ráðgjafa­nefnd um fag­leg mál­efni blóðbankaþjón­ustu legg­ur til að sam­kyn­hneigðum mönn­um verði leyft að gefa blóð tólf mánuðum eft­ir sam­ræði við ann­an mann.

Greint var frá áliti ráðgjafa­nefnd­ar­inn­ar á vef RÚV.

Hér á landi hafa homm­ar ekki mátt gefa blóð. Sam­kvæmt regl­um sem tóku gildi í Dan­mörku um ára­mót­in mega homm­ar gefa blóð ef þeir hafa ekki stundað kyn­líf með öðrum körl­um í fjóra mánuði.

Unn­steinn seg­ir að und­an­farið hafi Sam­tök­in fundað með land­lækni og for­manni ráðgjafa­nefnd­ar­inn­ar. Hann seg­ir að fé­lags­fólk í Sam­tök­un­um hefði viljað ganga lengra en ráðgjafa­nefnd­in legg­ur til.

Helst mynd­um við vilja lög þar sem er ekki nein svona tak­mörk­un, eða kyn­lífs­bind­indi. Við gerðum okk­ur von­ir um álit sem yrði í átt­ina að danska fyr­ir­komu­lag­inu,“ seg­ir Unn­steinn og bæt­ir við að hann skilji það sjón­ar­mið að var­kárni verði að vera til staðar. 

„Þetta er alla vega hænu­skref,“ seg­ir Unn­steinn en í áliti nefnd­ar kem­ur fram að fara eigi var­lega í sak­irn­ar vegna þess að rétt­ur­inn til að fá ör­uggt blóð sé rík­ari en rétt­ur­inn til að mega gefa blóð.

Erfitt að sýna fram á skír­lífið

Unn­steinn seg­ir að hon­um virðist sem hug­mynd­in hugn­ist ekki fé­lags­fólki. Þrátt fyr­ir það séu Sam­tök­in til­bú­in að vinna áfram með ráðgjafa­nefnd­inni og land­lækni, þar sem þau hafi fundið fyr­ir mikl­um skiln­ingi og mætt góðu viðhorfi.

Eins og fram hef­ur komið er skír­lífi í eitt ár skil­yrði fyr­ir blóðgjöf homma, sam­kvæmt ráðgjafa­nefnd­inni. Spurður seg­ir Unn­steinn að erfitt sé að sýna fram á skír­lífið. 

„Það er ein­mitt akkúrat það sem við bent­um á í sam­töl­um okk­ar við þessa aðila. Það er erfitt að sýna fram á að þú haf­ir ekki stundað kyn­líf í tólf mánuði. Þetta snýst allt um traust en það er erfitt að sýna fram á þetta og við reynd­um að benda á það.

Unn­steinn hefði frek­ar viljað fara aðrar leiðir og bend­ir á Portúgal og Ítal­íu í því sam­hengi. Þar er fólk flokkað í tvo eða þrjá flokka eft­ir því hversu mik­il áhætta sé á því að það sé með smitað blóð en ekki er spurt hversu lang­ur tími er liðinn frá því það stundaði síðast kyn­líf.

„Þetta er alla vega viðleitni og það er verið að fikra sig áfram. Helst hefðum við viljað sjá að það væru eng­in kyn­lífs­bind­indi í gangi, enda erfitt að sanna þau.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert