Líklegt er að kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins verði slitið í dag.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í Morgunblaðinu í dag, að viðræðuslit séu rökrétt niðurstaða af þeirri stöðu sem viðræðurnar séu komnar í.
ASÍ og BSRB sendu í gær frá sér yfirlýsingar vegna skattatillagna ríkisstjórnarinnar, en bæði félög segja tillögurnar ganga of skammt til að duga þeim lægst launuðu.