Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

Hornfirðingar vilja ekki afnema ríkisstyrk á fluginu.
Hornfirðingar vilja ekki afnema ríkisstyrk á fluginu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði.

Verði þetta að veruleika sé veruleg hætta á að flugsamgöngur til Hafnar muni leggjast af, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið lagði fram drög að stefnu um almenningssamgöngur í síðustu viku. Markmið stefnunnar er að stuðla að samþættu kerfi almenningssamgangna á sjó, landi og lofti. Samhliða því var unnin greinargerð um almenningssamgöngur. Í greinargerðinni kemur fram að flugleiðin frá Reykjavík til Hafnar er styrkt af ríkinu um 100 milljónir á ári. Bendir bæjarráðið á að farþegum á flugleiðinni hafi fjölgað frá árinu 2012 og hlutfall niðurgreiðslu á hvern farþega sé lægst miðað við aðrar ríkisstyrktar leiðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert