Vitlaus klukka hefur áhrif á marga

Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands, segist fullviss um …
Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands, segist fullviss um að vitlaust stilt klukka hafi áhrif á marga einstaklinga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það að seinka sól­ar­upp­rás og sól­setri get­ur leitt til þess að lík­ams­ferl­um get­ur seinkað. „Það er bara þannig. Það hef­ur verið sýnt fram á þetta í fjöl­mörg­um rann­sókn­um á mönn­um, dýr­um og plönt­um. Þú get­ur fundið þetta hvar sem er í líf­rík­inu,“ seg­ir Björg Þor­leifs­dótt­ir, lektor við lækna­deild Há­skóla Íslands.

Í há­deg­inu í dag hélt umboðsmaður barna fund í sam­starfi við Sam­band ís­lenskra fram­halds­skóla­nema í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð um hvort seinka eigi klukk­unni.

Björg seg­ir sína skoðun vera að það eigi að reyna að breyta klukk­unni þar sem þetta hafi áhrif á marga, þó ekki alla.

„All­flest­ir ráða við það að nota önn­ur merki en sól­ar­ljósið eða dags­birt­una til þess að stilla lík­ams­klukk­una,“ seg­ir Björg og vís­ar til þess að klukk­ur og reglu­bundn­ir lífs­hætt­ir séu það sem flest­ir nota. „En það er tals­vert stór hluti sem ekki tekst að stilla [lík­ams]klukk­una rétt og lend­ir þess vegna í vand­ræðum.“

Hún seg­ir vit­laust stillta klukku leiða til þess að fólk fari seinna að sofa og að erfiðara verði að kom­ast á fæt­ur snemma morg­uns.

Spurð hvort breyt­ing á klukk­unni skipti máli ef litið er til þess að lít­il birta er á vet­urna og mik­il á sumr­in, svar­ar Björg því ját­andi.

„Það að við höf­um svona litla birtu á vet­urna ætti ein­mitt að ýta und­ir það að við höf­um klukk­una rétt stillta, þannig að við náum að nýta þá birtu sem kem­ur á eðli­leg­an hátt,“ út­skýr­ir hún.

Björg full­yrðir að það að seinka sól­ar­upp­rás og sól­setri geti leitt til þess að lík­ams­ferl­um seinki. „Það er bara þannig. Það hef­ur verið sýnt fram á þetta í fjöl­mörg­um rann­sókn­um á mönn­um, dýr­um og plönt­um. Þú get­ur fundið þetta hvar sem er í líf­rík­inu.“

„Ég er þess full­viss að við erum að hafa áhrif á tals­vert marga og kannski stærsti hóp­ur­inn eru ung­ling­arn­ir, þar sem þeir er enn viðkvæm­ari fyr­ir þess­um vit­lausu merkj­um. Það staf­ar af því að horm­óna­breyt­ing­arn­ar eru að hafa áhrif á stýr­ingu [lík­ams]klukk­unn­ar,“ seg­ir lektor­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert