„Framtíðin okkar, aðgerðir strax“

„Framtíðin okkar, aðgerðir strax,“ ómaði á Austurvelli í hádeginu þar sem stúdentar og framhaldsskólanemar mótmæltu aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Fjölmenni var á fundinum sem var sá fyrsti í röð margra samkvæmt skipuleggjendum. mbl.is var á staðnum og það er ljóst að málefnið brennur á ungu fólki.

„Hvernig getum við [stúdentar] verið framtíðin ef það er engin framtíð?,“ spyr Sara Þöll Finnbogadóttir í samtali við blaðamann. Ekki sé hægt að treysta alfarið á að ungt fólk lagfæri það ástand sem fyrri kynslóðir séu ábyrgar fyrir. 

Í myndskeiðinu er rætt við Söru og fleiri ungar konur sem láta loftslagið sig varða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert