Holutímabilið er hafið

00:00
00:00

Tíðarfarið að und­an­förnu er farið að setja mark sitt á vegi lands­ins. Víða eru tekn­ar að mynd­ast djúp­ar hol­ur og það get­ur gerst á skömm­um tíma. Þegar er byrjað að fylla upp í hættu­leg­ar hol­ur en djúp hjól­för sem víða má sjá eru einnig vara­söm. Áfram­hald­andi leys­ing­ar bæta ástandið ekki.

Vega­gerðin sendi frá sér til­kynn­ingu fyrr í dag þar sem varað er við holu­mynd­un og öku­menn eru beðnir um að hafa var­ann á. Hægt er að til­kynna um vara­sam­ar hol­ur í síma 1777.

Skemmd­ir á bif­reiðum, sem farið hafa ofan í djúp­ar hol­ur, hafa verið mikl­ar á und­an­förn­um árum og síðastliðinn vet­ur skemmd­ust tug­ir bíla í einni og sömu hol­unni á Vest­ur­lands­vegi í Mos­fells­bæ.

Þá kom fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í morg­un að tvö dekk hefðu sprungið er bíll keyrði ofan í holu á Kár­nes­braut í Kópa­vogi í gær­kvöldi.

Djúp hjólför geta líka verið varasöm.
Djúp hjól­för geta líka verið vara­söm. mbl.is/​Hall­ur Már
Fyllt upp í holur við Hamraborg í Kópavogi í gær.
Fyllt upp í hol­ur við Hamra­borg í Kópa­vogi í gær. mbl.is/​Hall­ur Már
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka