Holutímabilið er hafið

Tíðarfarið að undanförnu er farið að setja mark sitt á vegi landsins. Víða eru teknar að myndast djúpar holur og það getur gerst á skömmum tíma. Þegar er byrjað að fylla upp í hættulegar holur en djúp hjólför sem víða má sjá eru einnig varasöm. Áframhaldandi leysingar bæta ástandið ekki.

Vegagerðin sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem varað er við holumyndun og ökumenn eru beðnir um að hafa varann á. Hægt er að tilkynna um varasamar holur í síma 1777.

Skemmdir á bifreiðum, sem farið hafa ofan í djúpar holur, hafa verið miklar á undanförnum árum og síðastliðinn vetur skemmdust tugir bíla í einni og sömu holunni á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ.

Þá kom fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að tvö dekk hefðu sprungið er bíll keyrði ofan í holu á Kárnesbraut í Kópavogi í gærkvöldi.

Djúp hjólför geta líka verið varasöm.
Djúp hjólför geta líka verið varasöm. mbl.is/Hallur Már
Fyllt upp í holur við Hamraborg í Kópavogi í gær.
Fyllt upp í holur við Hamraborg í Kópavogi í gær. mbl.is/Hallur Már
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka