Hungurganga á Austurvelli

Gulu vestin hafa mótmælt síðustu mánuði í Frakklandi.
Gulu vestin hafa mótmælt síðustu mánuði í Frakklandi. AFP

Fólk á lægstu laun­um, ör­orku­líf­eyri og eft­ir­laun­um hef­ur ekki næg­ar tekj­ur til að lifa út mánuðinn. Þetta á við um tugþúsund­ir ein­stak­linga og fjöl­skyldna. Það er þjóðarskömm.“ Þetta kem­ur fram í texta vegna mót­mæla sem hald­in verða á Aust­ur­velli á morg­un.

Um eitt þúsund hafa boðað komu sína í Hung­ur­göngu á morg­un og á fimmta þúsund hafa sýnt göng­unni áhuga. Þó er ekki um mót­mæla­göngu að ræða, held­ur mót­mæli með yf­ir­skrift­inni „Lág­launa­stefn­an er of­beldi!“.

Gulu vest­in standa fyr­ir mót­mæl­un­um en sá hóp­ur kom meðal ann­ars sam­an við Lands­bank­ann á mánu­dag til að mót­mæla laun­um banka­stjóra. Gulu vest­in eru til­vís­un í mót­mæli sem staðið hafa yfir mánuðum sam­an í Frakk­land.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, og Þuríður Harpa Sig­urðardótt­ir, formaður Öryrkja­banda­lags­ins, munu ávarpa mót­mæl­end­ur.

Dag­setn­ing­in mót­mæl­anna er eng­in til­vilj­un en í lýs­ingu vegna þeirra á Face­book seg­ir að lág­launa­fólk á leigu­markaði hafi, eft­ir skatta, gjöld og hús­næðis­kostnað, aðeins efni á að fram­fleyta sér fram á eft­ir­miðdag­inn 22. fe­brú­ar sé miðað við markaðsverð á húsa­leigu og fram­færslu­viðmið umboðsmanns skuld­ara.

Ein­stæð móðir með tvö börn fær hærri hús­næðis­bæt­ur en ein­stak­ling­ur og börn­in fá barna­bæt­ur. Þetta dug­ar samt fjöl­skyld­unni ekki leng­ur en fram til miðnætt­is föstu­dag­inn 22. fe­brú­ar, sé miðað við markaðsverð á húsa­leigu og fram­færslu­viðmið umboðsmanns skuld­ara. Frá og með laug­ar­deg­in­um tek­ur hung­ur­gang­an við út mánuðinn, hjá móður­inni og börn­um henn­ar,“ seg­ir á Face­book.

Fólk sem býr við þess­ar öm­ur­legu aðstæður er hvatt til að koma á Aust­ur­völl og skila skömm­inni, eins og seg­ir í lýs­ingu mót­mæl­anna. „Þau bera ekki ábyrgð á fá­tækt­inni sem þau hafa orðið fyr­ir. Það er sam­fé­lagið sem ber ábyrgðina. Og það er til lausn; að hækka lægstu laun og lág­marks­líf­eyri og eft­ir­laun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert