Fjöldi fólks, aðallega ungs fólks og nemenda, kom saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla aðgerðaleysi vegna loftslagsbreytinga.
Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli. Þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og í dag bættust íslensk ungmenni í hópinn og fóru fram á að umhverfismál yrðu tekin fastari tökum.
Ljósmyndari mbl.is fór á staðinn og myndaði unga fólkið, sem augljóslega brennur fyrir umhverfismálunum.