Kosið verði aftur í þingnefndir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir tvo gríðaröfluga þingmenn hafa …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir tvo gríðaröfluga þingmenn hafa bæst í hóp Miðflokksins með inngöngu Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar í flokkinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, treyst­ir því að flokks­menn taki vel á móti Ólafi Ísleifs­syni og Karli Gauta Hjalta­syni, sem til­kynntu fyr­ir skömmu að þeir hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokk­inn. Í bréfi sem hann send­ir til allra Miðflokks­manna kem­ur einnig fram að Miðflokk­ur­inn ætli að fara fram á að kosið verði aft­ur í nefnd­ir Alþing­is „svo að nefnda­skip­an taki mið af breytt­um hlut­föll­um í stjórn­ar­and­stöðu og á þing­inu í heild auk þess að gera aðrar ráðstaf­an­ir sem af þessu leiða.“

Í bréf­inu seg­ir Sig­mund­ur að með inn­göngu Karls Gauta og Ólafs í flokk­inn „bæt­ast tveir gríðaröflug­ir þing­menn við þing­flokk okk­ar sem verður sá þriðji stærsti á Alþingi og stærsti flokk­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar“.

Miðflokk­ur­inn fékk sjö þing­menn kjörna í alþing­is­kosn­ing­un­um haustið 2017 og eru þeir því orðnir níu eft­ir að Karl Gauti og Ólaf­ur gengu til liðs við flokk­inn. Þeir hafa setið sem óháðir þing­menn frá því í des­em­ber eft­ir að þeir voru rekn­ir úr Flokki fólks­ins í kjöl­far þess að sam­ræður sem þeir tóku þátt í á Klaust­ur bar í lok nóv­em­ber voru gerðar op­in­ber­ar.

Sig­mund­ur seg­ir að flokk­ur­inn muni þó fyrst og fremst „hefja sam­an sókn og bar­áttu fyr­ir þeim mörgu stóru tæki­fær­um sem hafa verið van­rækt í ís­lensk­um stjórn­mál­um, betri stjórn­mál­um og betra sam­fé­lagi“.

Póli­tísk­ir banda­menn frá síðustu kosn­ing­um

Þá seg­ir Sig­mund­ur að þing­menn­irn­ir tveir hafi verið póli­tísk­ir banda­menn Miðflokks­ins á Alþingi strax að lokn­um kosn­ing­um og að mik­ill sam­hljóm­ur hafi verið milli þeirra og þing­manna flokks­ins. „Við höf­um flutt mál sam­an og verið traust­ir sam­herj­ar í stjórn­ar­and­stöðu. Raun­ar höf­um við Ólaf­ur verið sam­taka í bar­áttu fyr­ir stór­um mál­um á borð við end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins í um ára­tug og ég náði strax mjög vel sam­an við Karl Gauta sem var sessu­naut­ur minn á fyrsta þingi þessa kjör­tíma­bils og sam­herji í stór­um prinsipp­mál­um,“ skrif­ar Sig­mund­ur.

Að lok­um tek­ur Sig­mund­ur fram að í Miðflokkn­um sé í senn ein­stak­lega góður hóp­ur sam­herja og vina og afl sem get­ur leitt mik­ils­verðar fram­far­ir fyr­ir Íslend­inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert