VR á fund Almenna leigufélagsins

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur óskað eftir fundi með …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Almenna leigufélagsins, fundurinn fer fram í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fulltrúar VR munu funda með Almenna leigufélaginu í húsakynnum þess klukkan þrjú í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá leigufélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, óskaði eftir fundinum vegna hækkunar leiguverðs.

Fram kemur í tilkynningunni að umrædd hækkun hafi verið að meðaltali 6,2% og að breytingar á leiguverði hafi verið til þess fallnar „að hækka og aðlaga hluta leigusamninga að meðalleigu á markaði svo rekstur þeirra íbúða standi undir sér“.

„Það er varla hægt að lýsa þessu með öðrum orðum en sem grimmd, taumlausri græðgi og mannvonsku,“ kom fram í bréfi frá VR á mánudag vegna málsins.

Í tilkynningu frá Almenna leigufélaginu sama dag var sagt að orð formanns VR væru „ómakleg árás á fyrirtæki sem tekið hefur þátt í að ryðja brautina fyrir þróun skilvirks leigumarkaðar á Íslandi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert