Andlát: Einar Sigurbjörnsson

Einar Sigurbjörnsson.
Einar Sigurbjörnsson. Ljósmynd/Friðrik Tryggvason

Ein­ar Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi pró­fess­or í guðfræði, lést á Víf­ils­stöðum 20. fe­brú­ar síðastliðinn á sjö­tug­asta og fimmta ald­ursári.

Ein­ar fædd­ist í Reykja­vík 6. maí 1944, for­eldr­ar hans voru Sig­ur­björn Ein­ars­son bisk­up og eig­in­kona hans Magnea Þor­kels­dótt­ir.

Ein­ar lauk stúd­ents­prófi frá MR árið 1964, guðfræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1969 og hann varði doktors­rit­gerð sína, Min­is­try wit­hin the people of God, í trú­fræði við Guðfræðideild Há­skól­ans í Lundi í Svíþjóð 1974.

Hann var sókn­ar­prest­ur á Ólafs­firði 1969 til 1970, á Hálsi í Fnjóska­dal frá 1974 til 1975 og á Reyni­völl­um í Kjós 1975 til 1978. Ein­ar var stunda­kenn­ari við Guðfræðideild HÍ 1975 til 1978 og pró­fess­or í trú­fræði frá 1978 til 2014. Hann var for­seti Guðfræðideild­ar 1981 til 1985, 1990 til 1993 og 2003 til 2006 og sat í stjórn Guðfræðistofn­un­ar HÍ og var formaður henn­ar um tíma.

Þá var hann vara­for­seti Há­skólaráðs 1983 til 1985 og formaður áfrýj­un­ar- og sátta­nefnd­ar HÍ frá 1991 til 1996.

Meðal annarra trúnaðarstarfa sem Ein­ar gegndi má nefna að hann var formaður hand­bók­ar­nefnd­ar Þjóðkirkj­unn­ar 1975 til 1997 og sat í djákna­nefnd Þjóðkirkj­unn­ar 1990 til 1997. Hann sat í öðrum nefnd­um á veg­um Þjóðkirkj­unn­ar, m.a. þýðing­ar­nefnd Bibl­íu­út­gáf­unn­ar 2007, og var formaður sálma­bók­ar­nefnd­ar henn­ar frá 2007 til æviloka.

Þá sat hann í Trú­ar- og skipu­lags­mála­nefnd Al­kirkjuráðsins sem full­trúi nor­rænu kirkn­anna frá 1984 til 1991 og nor­ræn­um nefnd­um um rann­sókn­ir á guðfræði prest­vígslunn­ar og rann­sókn­ir í sálma­fræði.

Hann var full­trúi HÍ og Þjóðkirkj­unn­ar á mörg­um ráðstefn­um er­lend­is.

Meðal bóka sem Ein­ar ritaði eru Orðið og trú­in, sem kom út 1976, Kirkj­an ját­ar, 1980, Credo, krist­in trú­fræði 1989, Ljós í heimi, 1996 og Embætt­is­gjörð, guðfræði þjón­ust­unn­ar í sögu og samtíð, 1996 og 2012.

Hann var í rit­stjórn ým­issa fræðirita og ritaði fjölda grein­ar í blöð og tíma­rit. Ein­ar fékk viður­kenn­ingu Hagþenk­is fyr­ir fræðistörf árið 1990. Hann var fé­lagi í Vís­inda­fé­lagi Norðmanna og í Vís­inda­fé­lagi Íslend­inga og formaður í nokk­ur ár. Þá var hann formaður Safnaðarfé­lags Dóm­kirkj­unn­ar í Reykja­vík um nokk­urt skeið.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ein­ars er Guðrún Edda Gunn­ars­dótt­ir, nátt­úru­fræðing­ur og fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur í Þing­eyr­ar­prestakalli. Þau eignuðust þrjú börn, Sig­ur­björn, Guðnýju og Magneu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert