Benda hvorir á aðra

Samningafundur hjá Sáttasemjara.
Samningafundur hjá Sáttasemjara. mbl.is/​Hari

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og Efl­ingu grein­ir á um hvað fel­ist í kröfu­gerð fé­lags­ins, en sam­tök­in halda því fram að hún feli í sér allt frá 59% og upp í 82% hækk­un á mánaðarlaun­um eft­ir launa­flokk­um og ald­ursþrepi, þannig að nú­gild­andi byrj­un­ar­laun í lægsta þrepi færu úr 266.735 krón­um í 425.000 krón­ur.

Hæstu laun í hæsta ald­ursþrepi myndu hins veg­ar hækka um 83% sam­kvæmt út­reikn­ing­um SA á kröfu­gerðinni.

For­svars­menn Efl­ing­ar segja hins veg­ar að krafa fé­lags­ins og Starfs­greina­sam­bands­ins hafi verið um flata krónu­tölu­hækk­un ofan á greidd grunn­laun, sem næmi 42.000 krón­um á hverju ári samn­ings­tím­ans, sem yrði þrjú ár. Sam­kvæmt því myndi ein­stak­ling­ur með 300.000 króna laun á mánuði vera með 425.001 krónu í upp­söfnuð laun eft­ir þrjú ár, eða sem nem­ur sam­tals 41,7% hækk­un á þeim þrem­ur árum. Þá held­ur for­ysta Efl­ing­ar því fram að hækk­un meðallauna yrði um 6,5% á ári og hækk­un heild­ar­launa að öðru óbreyttu 5,4% á ári.

Seg­ir fé­lagið því að meðal­hækk­un launa sam­kvæmt kröfu­gerð sinni yrði á bil­inu 16,2% til 19,4%, en ekki í þeim tug­um pró­senta sem SA hafi reiknað út.

Eng­ir þrösk­uld­ar á þátt­töku

At­kvæðagreiðsla um verk­falls­boðun Efl­ing­ar hefst á mánu­dag­inn. Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, sagði við Morg­un­blaðið í dag að all­ir fé­lags­menn sem ynnu sam­kvæmt samn­ingi Efl­ing­ar um störf í hót­el- og veit­inga­geir­an­um yrðu á kjör­skrá. Hins veg­ar tæki verk­falls­boðunin ein­ung­is til þeirra sem störfuðu við þrif og hrein­gern­ing­ar á hót­el­um og gisti­heim­il­um. Eng­inn þátt­tökuþrösk­uld­ur væri í at­kvæðagreiðslunni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert