Gengið til mótmæla gegn hungri og örbirgð

Hungurgöngutitillinn vísar til þess að lífeyrir sumra, og laun annarra, …
Hungurgöngutitillinn vísar til þess að lífeyrir sumra, og laun annarra, duga ekki til framfærslu nema fram að 22. dags þessa mánaðar. Því sækir hungrið nú að þeim sem skipa þessa hópa. mbl.is/Ómar Óskarsson.

Hópur fólks kom saman á Austurvelli við Alþingi í dag til þess að mótmæla því, að fólk fái ekki laun og lífeyri sem dugar því til að framfleyta sér. Á annað þúsund manna boðuðu komu sína á Facebook en á vettvangi voru einhverju færri.

Til máls tóku Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í samtali við mbl.is sagði Sólveig Anna, þegar hún var á leiðinni á mótmælin, að mótmælin snerust um það, að hér væri hópur fólks sem nær aldrei að láta enda ná saman frá einum mánaðamótum til annarra.

„Þetta er fundur fyrir okkur sem brennum fyrir, að þessu óréttlæti, sem hefur fengið að grassra hérna, linni,“ sagði hún.

Ræðumenn dagsins voru Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins og Sólveig …
Ræðumenn dagsins voru Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. mbl.is/Ómar Óskarsson.

Til mótmælanna boðaði lauslega samsettur hópur af aðgerðasinnum í þessum efnum, Facebook-síðurnar „Jæja,“ „Endurreisn Verkalýðs-hreyfingarinnar“ og „Gulu vestin“. Eins og gefur að skilja voru ófáir fundargestir klæddir gulum vestum, sem vísar í hreyfingu gulvestunga í Frakklandi.

„Það er til lausn,“ segir í tilkynningu frá þeim, „að hækka lægstu laun og lágmarkslífeyri og eftirlaun.“

Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og sósíalisti lét sig ekki vanta …
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og sósíalisti lét sig ekki vanta og er hér á rabbi við íslenska gulvestunga. mbl.is/Ómar Óskarsson.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins þrumar yfir göngumönnum.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins þrumar yfir göngumönnum. mbl.is/Ómar Óskarsson.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert