Krossgjafaskipti í burðarliðnum

Samkomulag um krossgjafir yrði framför fyrir nýrnaþega.
Samkomulag um krossgjafir yrði framför fyrir nýrnaþega. mbl.is/Árni Sæberg

Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn.

Unnið er að því að koma á krossgjafaskiptum vegna nýrnagjafa og nýrnaþega í gegnum sameiginlegt félag, Scandiatransplant, og segir Jóhann Jónsson, yfirlæknir ígræðslulækninga á Landspítalanum, að gangi allt að óskum sé hugsanlega hægt að hefja krossgjafir nýrna milli Norðurlandaþjóðanna á seinni hluta þessa árs.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhann að bið eftir nýrum sé yfirleitt ekki lengri en eitt til eitt og hálft ár á Norðurlöndunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert