Bankasýslan hyggst gera skýrslu um bankastjóralaun

Bankasýsla ríkisins, sem fer með 98,2% eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og 100% eignarhlut í Íslandsbanka, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf, vegna launa og starfskjara framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins.

Með því svarar Bankasýslan fyrirspurn ráðherra um málið frá 12. febrúar sl. Spurði ráðherra m.a. hvernig Bankasýslan hefði brugðist við bréfi hans 6. janúar 2017 þar sem fylgdu fyrirmæli um launastefnuna.

Til upprifjunar fluttist ákvörðun um launakjör bankastjóra frá kjararáði til stjórnar bankanna árið 2017. Hafa launahækkanir frá árinu 2017 síðan orðið að umtalsefni eftir að bankarnir birtu ársreikninga. Fram kemur í bréfi Bankasýslunnar að hún hafi brugðist við áðurnefndu bréfi ráðherra, 6. janúar 2017, með því að senda bréf til bankaráðs Landsbankans og stjórnar Íslandsbanka 23. janúar 2017.

Var þar m.a. tekið fram að ný lög um kjararáð (130/2016) hefðu verið samþykkt 22. desember 2016 og myndu taka gildi 1. júlí 2017. Þá sagði að opinber „fjármálafyrirtæki skulu tileinka sér hófsemi þegar kemur að launakjörum,“ að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert