Þráðablika og gyllinský

Sigrún Þórarinsdóttir segir frá undrum og lífríki vatnsins í Náttúruminjasafni …
Sigrún Þórarinsdóttir segir frá undrum og lífríki vatnsins í Náttúruminjasafni Íslands í Perlunni. mbl.is/Sigurður Bogi

„Hér eru tæki­færi til þess að upp­lifa, sjá og skynja hvernig vatnið er óend­an­leg upp­spretta og und­ir­staða alls í líf­rík­inu. Svör­in við spurn­ing­un­um sem vakna í vit­und gesta eru líka flest hér á sýn­ing­unni, þar sem eitt leiðir af öðru og skemmt­un og fróðleik­ur fara sam­an,“ seg­ir Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, safn­kenn­ari í Nátt­úru­m­inja­safni Íslands.

Um mánaðamót­in verður byrjað að taka á móti skóla­hóp­um á sýn­ing­unni Vatnið í nátt­úru Íslands í Perlunni í Reykja­vík. Sýn­ing­in var opnuð á full­veldisaf­mæl­inu 1. des­em­ber í fyrra á ald­araf­mæli full­veld­is Íslands.

„Ég kom hér til starfa í byrj­un árs ásamt tveim­ur safn­kenn­ur­um öðrum og að und­an­förnu höf­um við verið að und­ir­búa og skipu­leggja hvernig mót­töku skóla­hópa verður háttað. Slíkt þarf þá að vera í sam­ræmi við nám­skrár og annað. Auk Lista­safns Íslands og Þjóðminja­safns­ins er þetta eitt þriggja höfuðsafna lands­ins og þau hafa öll fræðslu­skyldu,“ seg­ir Sigrún.

Sjá viðtal við Sigrúnu um sýn­ing­una í heild á baksíðu Mmorg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka