„Hér eru tækifæri til þess að upplifa, sjá og skynja hvernig vatnið er óendanleg uppspretta og undirstaða alls í lífríkinu. Svörin við spurningunum sem vakna í vitund gesta eru líka flest hér á sýningunni, þar sem eitt leiðir af öðru og skemmtun og fróðleikur fara saman,“ segir Sigrún Þórarinsdóttir, safnkennari í Náttúruminjasafni Íslands.
Um mánaðamótin verður byrjað að taka á móti skólahópum á sýningunni Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni í Reykjavík. Sýningin var opnuð á fullveldisafmælinu 1. desember í fyrra á aldarafmæli fullveldis Íslands.
„Ég kom hér til starfa í byrjun árs ásamt tveimur safnkennurum öðrum og að undanförnu höfum við verið að undirbúa og skipuleggja hvernig móttöku skólahópa verður háttað. Slíkt þarf þá að vera í samræmi við námskrár og annað. Auk Listasafns Íslands og Þjóðminjasafnsins er þetta eitt þriggja höfuðsafna landsins og þau hafa öll fræðsluskyldu,“ segir Sigrún.
Sjá viðtal við Sigrúnu um sýninguna í heild á baksíðu Mmorgunblaðsins í dag.