Dregur fyrirhugaðar hækkanir til baka

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Hari

Al­menna leigu­fé­lagið lýs­ir því yfir að það muni draga til baka fyr­ir­hugaðar hækk­an­ir leigu sem áttu að koma til fram­kvæmda á næstu þrem­ur mánuðum. Auk þess að vinna að breyt­ing­um á leigu­samn­ing­um fé­lags­ins með það að mark­miði að bjóða samn­inga til lengri tíma en þekkst hef­ur á al­menna markaðnum, þar sem tryggt er hús­næðis­ör­yggi og stöðugra leigu­verð. 

Þetta kem­ur fram í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu frá VR og Al­menna leigu­fé­lag­inu. VR hafði hótað því að taka allt sitt fé, 4,2 millj­arða, úr eign­a­stýr­ingu hjá Kviku banka. Kvika er eig­andi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Gamma og Al­menna leigu­fé­lagið er í eigu sjóðs sem er í stýr­ingu hjá Gamma.

VR og Al­menna leigu­fé­lagið hafa fundað und­an­farna daga um framtíð ís­lensks leigu­markaðar. Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að sí­fellt fleiri vilji sjá leigu­markaðinn sem raun­hæf­an val­kost til lengri tíma með hús­næðis­ör­yggi og verðstöðug­leika.

Í til­kynn­ing­unni er einnig kallað eft­ir frek­ari þátt­töku líf­eyr­is­sjóða og annarra lang­tíma­fjár­festa í fjár­mögn­un leigu­fé­laga sem gæti skapað grund­völl fyr­ir lægri leigu, stöðugra leigu­um­hverfi og auknu hús­næðis­ör­yggi leigj­enda. „Það er báðum aðilum til hags­bóta – leigj­end­um og leigu­söl­um - að sterk­ir inn­lend­ir fjár­fest­ar komi að upp­bygg­ingu ís­lensks leigu­markaðar með lang­tíma­hags­muni leigj­enda að leiðarljósi.“  

Lengri leigu­samn­ing­ar verða kynnt­ir sér­stak­lega í byrj­un næsta mánaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert